Körfubolti

Raggi Nat búinn að semja við Val

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sameinaðir á ný
Sameinaðir á ný Valur
Miðherjinn stóri og stæðilegi, Ragnar Ágúst Nathanaelsson mun leika með Val í Dominos deildinni á næstu leiktíð en hann semur við Hlíðarendaliðið eftir að hafa yfirgefið Njarðvík.

Valur lék sem nýliði í Dominos deildinni á yfirstandandi leiktíð og tókst að halda sæti sínu meðal þeirra bestu. Þjálfari Vals er Ágúst Björgvinsson og hann þekkir vel til Ragnars þar sem Ágúst þjálfaði Hamar úr Hverargerði þegar Ragnar var að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.

Ragnar á 38 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og lék sem atvinnumaður á Spáni áður en hann gekk í raðir Njarðvíkur síðastliðið sumar. Hann hefur einnig leikið í Svíþjóð þar sem hann spilaði með Sundsvall Dragons auk þess að hafa spilað með Njarðvík, Þór Þ og Hamri hér á landi.

„Ragnar er frábær viðbót við góðan og skemmtilegan hóp sem við erum búnir að byggja upp síðustu tímabil. Það verður spennandi fyrir mig að vera aftur með Ragga í liðinu mínu en við náðum virkilega vel saman þegar hann lék undir minni stjórn hjá Hamri á árunum 2007 til 2011. Þá steig hann sín fyrstu skref í úrvalsdeildinni,“ segir Ágúst um komu Ragnars í tilkynningu frá Val. 


Tengdar fréttir

Nat-vélin spilar ekki áfram í Njarðvík næsta vetur

Ragnar Ágúst Nathanaelsson spilar ekki með Njarðvík í Domino´s deild karla næsta vetur. Njarðvíkingar tilkynntu í dag að samstarfi Njarðvíkur og miðherjans verði ekki áframhaldið á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×