Ólafur: Valsmenn fá harða keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 28. apríl 2018 16:23 Ólafur Kristjánsson þjálfari FH. vísir „Þrjú stig er það sem við komum hingað til að ná í og mér fannst liðið vinna virkilega vel til að ná því,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir sigur hjá Hafnfirðingum í Grindavík í 1.umferð Pepsi-deildarinnar. „Í fyrri hálfleik var Grindavíkur liðið mjög þétt og við komumst ekki eins vel undir þá og við hefðum viljað. Lenny (Steven Lennon) skoraði frábært mark og við áttum möguleika rétt á undan þar sem vantaði millimetra uppá. Grindavík var meira á boltanum í seinni hálfleik en við áttum stóru tækifærin í þessum leik,“ bætti Ólafur við. FH gekk illa í Lengjubikarnum en það hefur verið stígandi í leik liðsins undanfarið og leikur liðsins í dag var nokkuð góður. „Síðustu leikir hafa verið fínir. Við höfum verið agaðir varnarlega, prýðilegir sóknarlega og skapað nokkuð af færum. Þetta er ágætis stígandi.“ Helgi Mikael Jónasson dómari gaf leikmönnum 8 gul spjöld í dag og var duglegur að refsa mönnum fyrir tuð. „Mér fannst leikurinn alls ekki grófur. Oft þegar maður tapar og talar um dómgæslu hljómar maður eins og einhver vælukjói. En ég átti erfitt með að skilja línuna í dag, virkilega erfitt.“ Næst er bikarleikur hjá FH-ingum og svo leikur gegn Blikum sem Ólafur þjálfaði áður. „Það er bikarleikur á þriðjudag og Blikaleikur í næstu umferð. Þetta er ákveðinn tröppugangur en við stefnum á sigur í hverjum leik. Nú er þessum lokið og hann lofar fínu. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ólafur og bætti við að Valsmenn myndu fá harða keppni um titilinn en flestir búast við að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitilinn. „Þessi flestir eru nú oft í þinni stétt, kollegar þínir. Auðvitað höfum við þjálfarar og leikmenn í deildinni séð að Valsmenn eru með firnasterkt lið. Maður sér á byrjunninni á mótinu að það er ekkert gefið eftir. Það eru allir með autt blað, margir vilja minna mótið og þeir fá harða keppni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
„Þrjú stig er það sem við komum hingað til að ná í og mér fannst liðið vinna virkilega vel til að ná því,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir sigur hjá Hafnfirðingum í Grindavík í 1.umferð Pepsi-deildarinnar. „Í fyrri hálfleik var Grindavíkur liðið mjög þétt og við komumst ekki eins vel undir þá og við hefðum viljað. Lenny (Steven Lennon) skoraði frábært mark og við áttum möguleika rétt á undan þar sem vantaði millimetra uppá. Grindavík var meira á boltanum í seinni hálfleik en við áttum stóru tækifærin í þessum leik,“ bætti Ólafur við. FH gekk illa í Lengjubikarnum en það hefur verið stígandi í leik liðsins undanfarið og leikur liðsins í dag var nokkuð góður. „Síðustu leikir hafa verið fínir. Við höfum verið agaðir varnarlega, prýðilegir sóknarlega og skapað nokkuð af færum. Þetta er ágætis stígandi.“ Helgi Mikael Jónasson dómari gaf leikmönnum 8 gul spjöld í dag og var duglegur að refsa mönnum fyrir tuð. „Mér fannst leikurinn alls ekki grófur. Oft þegar maður tapar og talar um dómgæslu hljómar maður eins og einhver vælukjói. En ég átti erfitt með að skilja línuna í dag, virkilega erfitt.“ Næst er bikarleikur hjá FH-ingum og svo leikur gegn Blikum sem Ólafur þjálfaði áður. „Það er bikarleikur á þriðjudag og Blikaleikur í næstu umferð. Þetta er ákveðinn tröppugangur en við stefnum á sigur í hverjum leik. Nú er þessum lokið og hann lofar fínu. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ólafur og bætti við að Valsmenn myndu fá harða keppni um titilinn en flestir búast við að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitilinn. „Þessi flestir eru nú oft í þinni stétt, kollegar þínir. Auðvitað höfum við þjálfarar og leikmenn í deildinni séð að Valsmenn eru með firnasterkt lið. Maður sér á byrjunninni á mótinu að það er ekkert gefið eftir. Það eru allir með autt blað, margir vilja minna mótið og þeir fá harða keppni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15