Pétur og Arnar verða áfram á Króknum | „Fór heitur í viðtal og missti þetta út úr mér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 23:10 Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær í kvöld vísir/bára Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Sigtryggur Arnar Björnsson átti framúrskarandi leik í liði Tindastóls sem beið lægri hlut gegn KR í fjórða leik úrslitaeinvígisins í Domino’s deild karla, 89-73, og tapaði einvíginu 3-1. Sigtryggur skoraði 27 stig og var besti maður gestanna þrátt fyrir að hafa endað leikinn með fimm villur. „Þeir voru bara góðir. Ég mætti loksins til leiks, var ekki búinn að eiga góðan leik í þessari seríu og langaði í einn góðan leik og gerði mitt besta,“ sagði Sigtryggur Arnar eftir leikinn. Sigtryggur sýndi frammistöðu sem hæfði leikmanni í sigurliði og sagðist ætla að gera það á næsta ári. „Ég fer ekki neitt, ég segi bara eins og Sverrir Bergmann: Ég fer ekki neitt.“ Stólarnir náðu leiknum niður í þrjú stig en misstu hann svo frá sér fljótlega aftur. Þeir virtust ekki andlega tilbúnir og tók Sigtryggur undir það. „Við áttum endurkomu í byrjun þriðja og það leit allt út fyrir jafnan leik en svo komu þeir með tvær, þrjár körfur og þá brotnuðum við,“ sagði Sigtryggur Arnar. Sigtryggur og Pétur Rúnar Birgisson hafa verið tvær stærstu stjörnur Tindastóls í vetur og eru með bestu bakvörðum deildarinnar. Pétur Rúnar lét hafa eftir sér óheppileg ummæli eftir síðasta leik varðandi Brynjar Þór Björnsson sem fóru eins og eldur í sinu um samfélagið. Hann sagði það ekki hafa spilað inn í í kvöld. „Þau höfðu ekki áhrif á mig. Ég fór í viðtal og var svolítið heitur fyrir viðtalið. Var spurður út í þetta og missti þetta út úr mér. Þó maður tali af sér í einu viðtali, maður á ekki að láta það hafa áhrif á sig.“ „Eftir fyrstu mínútuna og 10 sekúndurnar þá erum við bara allt of flatir og leyfum þeim að fá þetta þægilega forskot sem er erfitt að brjóta aftur upp.“ Þegar Stólarnir höfðu komið til baka í þriðja leikhluta þá fékk Pétur Rúnar dæmda óíþróttamannslega villu sem var hluti af því að brjóta liðið á bak aftur og var vendipunktur í leiknum. „Persónulega fannst mér það pínu veikt, en ekkert hægt að setja út á dómarana samt, þeir dæmdu leikinn mjög vel. Mjög erfitt að dæma leik í svona aðstæðum og þeir komu sér vel út úr þessu.“ Pétur Rúnar er aðeins 22 ára gamall og átti frábært tímabil. Verður hann í liði Tindastóls áfram á næsta ári? „Já, ég verð áfram. Við ætlum að gera betur á næsta ári.“ Tindastóll er bikarmeistari, verða það þá tveir titlar á næsta ári? „Já,“ sagði boginn en ekki brotinn Pétur Rúnar Birgisson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00 Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við spilamennsku Brynjars Þórs Björnssonar í leik Tindastóls og KR í gær. Hann sakar Brynjar Þór um grófa spilamennsku. 26. apríl 2018 08:00
Þetta er atvikið sem reitti Pétur til reiði Pétur Rúnar Birgisson var ósáttur við Brynjar Þór Björnsson eftir leik Tindastóls og KR í lokaúrslitum Domino's-deildar karla í gær. 26. apríl 2018 13:30