Körfubolti

Martin: Get ekki sagt eitt neikvætt orð um mína leikmenn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Isreal Martin er þjálfari Tindastóls. Hann gengur sáttur frá þessum vetri
Isreal Martin er þjálfari Tindastóls. Hann gengur sáttur frá þessum vetri vísir/bára
Þjálfari Tindastóls, Isreal Martin, var ekki svekktur eða ósáttur eftir tapið gegn KR í DHL-höllinni í kvöld sem kostaði hans menn Íslandsmeistaratitilinn heldur var hann ótrúlega stoltur af sínum mönnum.



„Ég er svo ánægður fyrir hönd minna manna. Þeir spiluðu í úrslitum, allir vilja vinna, við erum að byggja meistaralið og munum halda áfram þeirri uppbyggingu. Þeir voru betri en við í kvöld en ég get ekki kvartað yfir einum einasta leikmanni. Við gáfum allir okkar besta.“

„Sem þjálfari þá fannst mér fyrstu tíu mínúturnar ráða úrslitunum hér.“

Hans lið virtist ekki vera andlega tilbúið inn í þennan leik og eftir að hafa unnið upp forskot þá brotnuðu þeir og KR-ingar kláruðu leikinn.

„Ég get ekki sagt eitt neikvætt orð um mína leikmenn. Það er ómögulegt, sama hvað þú spyrð mig út í. Ég er mjög ánægður, það voru allir að leggja sig fram, ómögulegt að kvarta.“

Martin hefur gert vel með liðið í vetur, verður hann áfram við stjórnvöllinn næsta vetur?


„Já,“ var einfalt svar Isreal Martin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×