Körfubolti

Kristófer besti leikmaður úrslitakeppninnar: Þetta er ólýsanlegt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kristófer Acox var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar
Kristófer Acox var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar vísir/bára
„Þetta er ólýsanleg tilfinning. Þessi er miklu sætari en í fyrra, þá kom ég inn í þetta seint, gat haft áhrif núna allan tímann og allt það sem við fórum í gegnum. Bara, þetta er klikkuð tilfinning,“ sagði Kristófer Acox eftir sigur KR á Tindastól í DHL höllinni í kvöld þar sem KR-ingar tryggðu sér fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í körfubolta.



Kristófer var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar og hann gerir sterkt tilkall til þess titils fyrir allan veturinn, allavega í liði KR. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir þennan frábæra leikmann?

„Ég veit það ekki. Ég er bara að njóta þess núna og fagna. Ég hef allt sumarið núna til þess að skoða, setjast niður og ég sé bara til, það kemur bara í ljós núna á næstu vikum og mánuðum.“

Tímabilið hefur verið erfitt hjá KR í vetur en Kristófer hefur verið yfirburða leikmaður og átt stóran þátt í því að liðið stóð uppi sem sigurvegari í kvöld.

„Að geta unnið þetta eftir að hafa lent í fjórða sæti og það var allt á móti okkur í allan vetur og meiðsli og ég veit ekki hvað og hvað. Að geta komið og sannað að við erum ennþá besta liðið, fimmta árið í röð, ég er búinn að segja þetta tuttugu sinnum, þetta er geggjað.“

„Það er ekkert annað orð yfir þetta, þetta er ólýsanlegt.“

„Það er enginn annar að fara að afreka þetta næstu fjörtíu, fimmtíu árin þannig að það er frábært að fá að vera partur af þessu,“ sagði Kristófer Acox.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×