Körfubolti

Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fimm er falleg tala
Fimm er falleg tala vísir/bára
„Við sýndum það að við erum besta lið landsins í dag og í þessari seríu. Mjög stoltur af því að hafa unnið þetta mjög sterka Tindastólslið. Það var hörku barátta og ég er bara virkilega stoltur af því að hafa klárað þá, það var ekki auðgefið,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir sigur KR á Tindastól í DHL höllinni í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld þar sem KR tryggði sér fimmfaldan Íslandsmeistaratitil.

„Fimm er falleg tala. Við stefndum að því að ná þessum áfanga og þetta verður alltaf með okkur. Þegar við hættum og verðum gamlir þá munum við alltaf eiga þetta og það er rosalegur heiður. Að vera hluti af þessum hóp, þessu liði og klúbbnum, maður er heppinn að fá að hitta á þennan tíma í KR, svo maður er bara auðmjúkur.“

Pavel er einn af reynsluboltunum í liði KR, hvað ber framtíðin í skauti sér hjá honum?

„Framtíðin er björt. Þetta er spurning um það hvort það sé kominn tími fyrir KR. Þessi titill var mjög erfiður, erfitt tímabil, og kannski er best fyrir KR að endurnýja. Leyfa þessum knöpum að ríða bara í sólarlagið,“ sagði Pavel Ermolinskij.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×