Körfubolti

Gæsahúðarmyndband KR-inga | Sjáðu vegferðina að fimmta titlinum í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR urðu í gær Íslandsmeistarar fimmta árið í röð er liðið vann fjórða leikinn í Íslandsmeistararimmunni við Tindastól.

Stefán Snær Geirmundsson, aðalklippari Domino’s Körfuboltakvölds, klippti saman skemmtilegt myndband af vegferð KR í allan vetur þar sem farið var yfir víðan völl.

Þar er farið yfir hvað gekk á hjá KR í vetur, umræður spekingana í Körfuboltakvöldi um KR-liðið og sýndar glefsur frá leikjum liðsins í úrslitakeppninni.

Margt og mikið gekk á hjá KR í vetur og framan af höktaði KR-vélin en þegar fór að glitta í Íslandsmeistaratitilinn hrökk hún í gang og rúmlega það.

Það er farið yfir allt þetta í gæsahúðarmyndbandi fyrir KR-inga sem má sjá efst í greinni.


Tengdar fréttir

Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja

KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR.

Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×