Klopp varar við „þrumum og eldingum“ frá Manchester City í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 11:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Manchester City tekur á móti Liverpool í kvöld og í boði er sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er í frábærri stöðu en Klopp sá Manchester City liðið komast í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Manchester United um helgina. Hann segir að sú frammistaða City-manna vera viðvörun til leikmanna Liverpool fyrir leikinn í kvöld. „Ég sá leik City og United um helgina. Þetta var einn besti fyrri hálfleikur hjá liði sem ég hef séð. Þetta var eins og þrumuveður,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Eftir fyrsta mark United í seinni hálfleik, þá nær annað liðið taktinum en hitt liðið missir taktinn. Leikurinn breyttist,“ sagði Klopp. „Ég get ekki sagt við mína stráka: Skoriði snemma. Jú, ég get það en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar þeim,“ sagði Klopp en ef Liverpool skorar þá þarf City að skora fimm mörk til að komast áfram. „Við verðum að hugsa um fótboltann, hvað við þurfum að gera og hvað við verðum að gera. Strákarnir vissu eftir fyrri leikinn að það væri bara hálfleikur. Við erum með forystuna en ekkert meira en það,“ sagði Klopp."I'm really looking forward to the game, it will be again a real football game. And that's good." Klopp on second-leg approach, European form and more https://t.co/yriJvsAsOJpic.twitter.com/xOWyOnDEOE — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Klopp hefur unnið sjö af þrettán leikjum sínum á móti Pep Guardiola eða fleiri en nokkur annar stjóri. „Við mætum með því hugarfari að fá ekki á nokkur mark og síðan skora sjálfir mark til að vinna leikinn. Það er planið. Ef við fáum á okkur mark þá gerist ekkert við það því við værum enn yfir,“ sagði Klopp. „Þetta snýst um að gera hlutina rétt, verjast þeim á réttum stöðum og sækja á þá á réttum stöðum,“ sagði Klopp.LIVE at Melwood… Watch as we train ahead of the second leg of our @ChampionsLeague quarter-final. https://t.co/29tvs1aLLZ — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Liverpool er búið að tapa 5-0 fyrir Manchester City á Ethiad leikvanginum á þessu tímabili. „Það var öðruvísi. Nú höfum við verið lengur saman. Hlutirnir eru betri hjá okkur en sá leikur sýnir okkur samt hvað getur gerst,“ sagði Klopp. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Manchester City tekur á móti Liverpool í kvöld og í boði er sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er í frábærri stöðu en Klopp sá Manchester City liðið komast í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Manchester United um helgina. Hann segir að sú frammistaða City-manna vera viðvörun til leikmanna Liverpool fyrir leikinn í kvöld. „Ég sá leik City og United um helgina. Þetta var einn besti fyrri hálfleikur hjá liði sem ég hef séð. Þetta var eins og þrumuveður,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Eftir fyrsta mark United í seinni hálfleik, þá nær annað liðið taktinum en hitt liðið missir taktinn. Leikurinn breyttist,“ sagði Klopp. „Ég get ekki sagt við mína stráka: Skoriði snemma. Jú, ég get það en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar þeim,“ sagði Klopp en ef Liverpool skorar þá þarf City að skora fimm mörk til að komast áfram. „Við verðum að hugsa um fótboltann, hvað við þurfum að gera og hvað við verðum að gera. Strákarnir vissu eftir fyrri leikinn að það væri bara hálfleikur. Við erum með forystuna en ekkert meira en það,“ sagði Klopp."I'm really looking forward to the game, it will be again a real football game. And that's good." Klopp on second-leg approach, European form and more https://t.co/yriJvsAsOJpic.twitter.com/xOWyOnDEOE — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Klopp hefur unnið sjö af þrettán leikjum sínum á móti Pep Guardiola eða fleiri en nokkur annar stjóri. „Við mætum með því hugarfari að fá ekki á nokkur mark og síðan skora sjálfir mark til að vinna leikinn. Það er planið. Ef við fáum á okkur mark þá gerist ekkert við það því við værum enn yfir,“ sagði Klopp. „Þetta snýst um að gera hlutina rétt, verjast þeim á réttum stöðum og sækja á þá á réttum stöðum,“ sagði Klopp.LIVE at Melwood… Watch as we train ahead of the second leg of our @ChampionsLeague quarter-final. https://t.co/29tvs1aLLZ — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Liverpool er búið að tapa 5-0 fyrir Manchester City á Ethiad leikvanginum á þessu tímabili. „Það var öðruvísi. Nú höfum við verið lengur saman. Hlutirnir eru betri hjá okkur en sá leikur sýnir okkur samt hvað getur gerst,“ sagði Klopp. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Sjá meira