Samherji kaupir búnað af Völku fyrir 2,5 milljarða Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 10. apríl 2018 12:30 Frá vinstri: Ágúst Sigurðarson, markaðsstjóri Völku, Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, Helgi Hjálmarsson, framkvæmdarstjóri Völku og Atli Dagsson, tæknistjóri Samherja. Aðsend mynd Samherji hefur ákveðið að festa kaup á nýjum búnaði frá íslenska hátækni fyrirtækinu Völku. Kaupin hljóða upp á 20 milljónir evra, um 2,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Völku. „Verkefnið er mjög metnaðarfullt og verða nýju vinnslukerfin vafalítið þau fullkomnustu sem þekkjast í matvælavinnslu í heiminum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Um er að ræða sex nýjar vatnsskurðarvélar, þrjá ferskfiskflokkara, þrjá flokkara fyrir frosna bita og tengdan búnað frá Völku. Tækin verða sett upp í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík. Hluti búnaðarins verður settur upp hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) í sumar en stærsti hluti vinnslubúnaðarins verður settur upp í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Áætlað er að hún verði tilbúin um mitt næsta ár. Uppsetning nýju vélanna verður til þess að landvinnslur Samherja munu verða þær fullkomnustu sem þekkjast í heiminumÍslendingar leiðandi í tækniframförum tengdum sjávarútvegi Helgi segir þann árangur sem náðst hefur hérlendis þegar kemur að tækniframförum í vinnslu og veiðum hafa orðið til úr einstöku samstarfi iðnaðar og sjávarútvegs. „Það er ljóst að án slíks samstarfs hefði sá árangur sem náðst hefur ekki verið mögulegur.Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, tekur í sama streng.„Við teljum að í samstarfi við Völku munum við þróa fiskvinnsluna til enn frekari sjálfvirkni á næstu árum. Við erum að stíga stór skref inn í framtíðina og ætlum okkur að vera leiðandi í heiminum þegar kemur að framleiðslu á hágæða fiskafurðum fyrir kröfuhörðustu viðskiptavinina.“Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir samstarfið við Völku vera nýjustu birtingarmynd í stefnu fyrirtækisins um að vinna náið með íslenskum fyrirtækjum að tæknilausnum í sjávarútvegi.„Ég er mjög ánægður með útkomuna. Á síðustu árum hefur okkur tekist að skapa margar lausnir á ýmsum sviðum veiða og vinnslu í samstarfi við framsækin íslensk iðnfyrirtæki. Þær lausnir hafa síðan reynst arðbær útflutningsframleiðsla sem hefur verið seld um allan heim.“ Sjávarútvegur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Samherji hefur ákveðið að festa kaup á nýjum búnaði frá íslenska hátækni fyrirtækinu Völku. Kaupin hljóða upp á 20 milljónir evra, um 2,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Völku. „Verkefnið er mjög metnaðarfullt og verða nýju vinnslukerfin vafalítið þau fullkomnustu sem þekkjast í matvælavinnslu í heiminum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Um er að ræða sex nýjar vatnsskurðarvélar, þrjá ferskfiskflokkara, þrjá flokkara fyrir frosna bita og tengdan búnað frá Völku. Tækin verða sett upp í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík. Hluti búnaðarins verður settur upp hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) í sumar en stærsti hluti vinnslubúnaðarins verður settur upp í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Áætlað er að hún verði tilbúin um mitt næsta ár. Uppsetning nýju vélanna verður til þess að landvinnslur Samherja munu verða þær fullkomnustu sem þekkjast í heiminumÍslendingar leiðandi í tækniframförum tengdum sjávarútvegi Helgi segir þann árangur sem náðst hefur hérlendis þegar kemur að tækniframförum í vinnslu og veiðum hafa orðið til úr einstöku samstarfi iðnaðar og sjávarútvegs. „Það er ljóst að án slíks samstarfs hefði sá árangur sem náðst hefur ekki verið mögulegur.Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, tekur í sama streng.„Við teljum að í samstarfi við Völku munum við þróa fiskvinnsluna til enn frekari sjálfvirkni á næstu árum. Við erum að stíga stór skref inn í framtíðina og ætlum okkur að vera leiðandi í heiminum þegar kemur að framleiðslu á hágæða fiskafurðum fyrir kröfuhörðustu viðskiptavinina.“Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir samstarfið við Völku vera nýjustu birtingarmynd í stefnu fyrirtækisins um að vinna náið með íslenskum fyrirtækjum að tæknilausnum í sjávarútvegi.„Ég er mjög ánægður með útkomuna. Á síðustu árum hefur okkur tekist að skapa margar lausnir á ýmsum sviðum veiða og vinnslu í samstarfi við framsækin íslensk iðnfyrirtæki. Þær lausnir hafa síðan reynst arðbær útflutningsframleiðsla sem hefur verið seld um allan heim.“
Sjávarútvegur Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira