Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 14:56 Trump er almennt sagður tregur til að ferðast út fyrir Bandaríkin. Ferðin til Perú átti að vera á föstudag. Um helgar hefur Trump yfirleitt flýtt sér á sumardvalarstað sinn á Flórída til að spila golf. Vísir/AFP Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé hættur við að taka þátt í ráðstefnu Ameríkuríkja um helgina. Í staðinn er hann sagður ætla að hafa umsjón með viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við eiturvopnaárás í Sýrlandi. Til stóð að Trump legði í hann til Lima í Perú þar sem ráðstefnan fer fram á föstudag. Í stuttri yfirlýsingu í dag sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hins vegar að Trump hefði beðið Mike Pence, varaforseta sinn, um að fara til Perú í staðinn. Trump ætlaði að einbeita sér að ástandinu í Sýrlandi, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa sakað Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að baki eiturvopnaárás í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Rúmlega fjörutíu manns féllu í árásinni. Trump boðaði meiriháttar ákvörðun varðandi Sýrlandi innan 24-48 klukkustunda í gær. Ríkisstjórn Bashar al-Assad forseta og rússnesk stjórnvöld sem styðja hann hernaðarlega hafa þvertekið fyrir að bera ábyrgð á árásinni og neitað jafnvel að hún hafi raunverulega átt sér stað. Bandarískir blaðamenn gera að því skóna að Trump hafi ekki verið sérlega spenntur fyrir ferðinni til Perú til að byrja með. Fyrirfram var búist við því að ferðin gæti verið óþægileg fyrir Bandaríkjaforseta vegna orðræðu hans í garð ríkja eins og Mexíkó og innflytjenda þaðan.Not a trip he has been eager to make in the first place https://t.co/uF3xgE3UF3— Maggie Haberman (@maggieNYT) April 10, 2018 Trip canceled b/c of Syria, but Trump didn't want to go, I'm told. https://t.co/GRw65Jtrx7— Eliana Johnson (@elianayjohnson) April 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé hættur við að taka þátt í ráðstefnu Ameríkuríkja um helgina. Í staðinn er hann sagður ætla að hafa umsjón með viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við eiturvopnaárás í Sýrlandi. Til stóð að Trump legði í hann til Lima í Perú þar sem ráðstefnan fer fram á föstudag. Í stuttri yfirlýsingu í dag sagði Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hins vegar að Trump hefði beðið Mike Pence, varaforseta sinn, um að fara til Perú í staðinn. Trump ætlaði að einbeita sér að ástandinu í Sýrlandi, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafa sakað Sýrlandsstjórn um að hafa staðið að baki eiturvopnaárás í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Rúmlega fjörutíu manns féllu í árásinni. Trump boðaði meiriháttar ákvörðun varðandi Sýrlandi innan 24-48 klukkustunda í gær. Ríkisstjórn Bashar al-Assad forseta og rússnesk stjórnvöld sem styðja hann hernaðarlega hafa þvertekið fyrir að bera ábyrgð á árásinni og neitað jafnvel að hún hafi raunverulega átt sér stað. Bandarískir blaðamenn gera að því skóna að Trump hafi ekki verið sérlega spenntur fyrir ferðinni til Perú til að byrja með. Fyrirfram var búist við því að ferðin gæti verið óþægileg fyrir Bandaríkjaforseta vegna orðræðu hans í garð ríkja eins og Mexíkó og innflytjenda þaðan.Not a trip he has been eager to make in the first place https://t.co/uF3xgE3UF3— Maggie Haberman (@maggieNYT) April 10, 2018 Trip canceled b/c of Syria, but Trump didn't want to go, I'm told. https://t.co/GRw65Jtrx7— Eliana Johnson (@elianayjohnson) April 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15