Forsætisráðherra vill banna eignarhald fyrirtækja í skattaskjólum í íslenska bankakerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. apríl 2018 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Öskju í dag. Vísir/Bergþóra Benediktsdóttir Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Forsætisráðherra vill banna ógagnsætt eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum í íslenska bankakerfinu með lögum en hindranir sem þessar gætu strítt gegn alþjóðlegum skuldbindingum. Hún segir þetta verða skoðað í væntanlegri hvítbók ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra flutti erindi á fyrsta fundi nýrrar fundaraðar Samtaka sparifjáreigenda sem ber yfirskriftina “Aldrei aftur”. Tilgangurinn er að efna til umræðu um framtíð íslenska bankakerfisins núna þegar áratugur er liðinn frá hruni þess. Eitt af því sem forsætisráðherra nefndi í sínu erindi var ógagnsætt eignarhald í bankakerfinu en í dag er ekkert sem útilokar að félög á aflandseyjum og öðrum skattaskjólum séu á meðal hluthafa bankanna og er það raunar tilfellið í tilviki Arion banka. Ráðist hefur verið í víðtækar breytingar á regluverki íslenska fjármálakerfisins á síðustu árum en en flestar þeirra eiga rætur í tilskipunum Evrópusambandsins. „Við höfum líka gert okkar eigin breytingar þegar kemur að umgjörð fjármálakerfisins og eftirliti með fjármálakerfinu. Við þurfum núna dálítið að taka afstöðu, tíu árum eftir hrun, hvað er það sem við teljum að þurfi að gera til viðbótar. Eitt af því snýst meðal annars um eignarhald á fjármálafyrirtækjum, þar sem regluverkið er til að mynda ólíkt milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er ekki eins og það sé verið að fara sömu leiðina í því,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Katrín segir að þetta verði skoðað af nefnd sem á að vinna hvítbók um fjármálakerfið.Gætu Íslendingar ein Evrópuþjóða bannað eignarhald fyrirtækja á lágskattasvæðum að íslenskum bönkum? „Það er auðvitað hlutverk nefndarinnar að fara yfir það hvort það sé möguleiki innan þess regluverks sem við búum við innan evrópska efnahagssvæðisins. Ég myndi telja það æskilegt en ég átta mig líka á að margt sem við höfum talið æskilegt, til að mynda að tryggja dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum, gengur ekki upp innan þess alþjóðlega regluverks sem við erum í,“ segir Katrín. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonGrundvallarmunur á Íslandi núna og 2008 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði fór í sínu erindi yfir þann grundvallarmun sem er á íslensku efnahagslífi núna og í síðasta góðæri. Gylfi segir í viðtali við Stöð 2 að þessi atriði sýni svart á hvítu hvað efnahagslífið hafi breyst mikið á undanförnum áratug. „Árið 2008 voru gríðarlegar erlendar skuldir, núna á þjóðin meiri eignir en skuldir erlendis. Fyrir 2008 jukust skuldir fyrirtækja og heimila gríðarlega, nú hafa þær farið lækkandi. Fyrir 2008 var hlutabréfabóla, hún er ekki núna. Fyrir 2008 var lánsfé að drífa upp fasteignaverð, það hefur ekki gerst núna. Fyrir 2008 voru fyrirtæki að taka lán til að fjárfesta, núna fjármagna þau fjárfestingar með eigin hagnaði. Svo það er ekkert sambærilegt að gerast núna og var 2008. Svo það eru engar slíkar hremmingar þá framundan á næstunni, hér á landi,“ segir Gylfi.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira