Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2018 21:15 Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformaður í Kjarnanum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2. Í sama húsi á Sauðárkróki eru bílaverkstæði, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og tölvuverkstæði. Samtals starfa þar um eitthundrað manns að gera við ólíkustu tæki eins og bíla, þvottavélar, vélbúnað skipa og tölvur. Gunnar telur þetta einstakt á landinu að hafa svo fjölhæfða starfsemi undir sama þaki. Þar er jafnframt stór varahlutaverslun þar sem fá má það helsta fyrir ökutækið. Bílaverkstæðið telja menn það stærsta utan Reykjavíkursvæðisins. Þeir segjast gera við allt sem ekur: „Fólksbílinn, dráttarvélina, vörubílinn, snjósleðann og fjórhjólið. Það er í raun sama hvort það þarf að smyrja bílinn eða taka upp mótorinn eða ef þú hefur keyrt á eitthvað. Réttingar eða skipta um framrúðu. Nefndu það. Við getum bara gert við allt sem er á hjólum, - og rúmlega það,“ segir Gunnar.Frá bílaverkstæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðskiptavinir eru nær eingöngu heimamenn í Skagafirði, segir Gunnar; bændur koma með traktorinn, þar er gert við mjólkurbílinn, auk þess sem verkstæðið vinnur mikið fyrir verktaka og flutningafyrirtæki. Bílaverkstæðið er jafnan með tvo til fjóra lærlinga og þeir segjast leggja mikið upp úr endurmenntun. „Já, við erum með mjög hátt menntastig á starfsmönnum og það er stöðug endurmenntun í gangi. Menn eru að fara hér ítrekað á endurmenntunarnámskeið. Nú er náttúrlega mikið verið að keyra á þessa rafbíla. Við erum að sækja þau námskeið núna í vetur, mikið,“ segir verkstæðisformaðurinn. Einnig var fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. Rætt var við Gunnar Valgarðsson, verkstæðisformann í Kjarnanum, í fréttum Stöðvar 2. Í sama húsi á Sauðárkróki eru bílaverkstæði, vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði og tölvuverkstæði. Samtals starfa þar um eitthundrað manns að gera við ólíkustu tæki eins og bíla, þvottavélar, vélbúnað skipa og tölvur. Gunnar telur þetta einstakt á landinu að hafa svo fjölhæfða starfsemi undir sama þaki. Þar er jafnframt stór varahlutaverslun þar sem fá má það helsta fyrir ökutækið. Bílaverkstæðið telja menn það stærsta utan Reykjavíkursvæðisins. Þeir segjast gera við allt sem ekur: „Fólksbílinn, dráttarvélina, vörubílinn, snjósleðann og fjórhjólið. Það er í raun sama hvort það þarf að smyrja bílinn eða taka upp mótorinn eða ef þú hefur keyrt á eitthvað. Réttingar eða skipta um framrúðu. Nefndu það. Við getum bara gert við allt sem er á hjólum, - og rúmlega það,“ segir Gunnar.Frá bílaverkstæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðskiptavinir eru nær eingöngu heimamenn í Skagafirði, segir Gunnar; bændur koma með traktorinn, þar er gert við mjólkurbílinn, auk þess sem verkstæðið vinnur mikið fyrir verktaka og flutningafyrirtæki. Bílaverkstæðið er jafnan með tvo til fjóra lærlinga og þeir segjast leggja mikið upp úr endurmenntun. „Já, við erum með mjög hátt menntastig á starfsmönnum og það er stöðug endurmenntun í gangi. Menn eru að fara hér ítrekað á endurmenntunarnámskeið. Nú er náttúrlega mikið verið að keyra á þessa rafbíla. Við erum að sækja þau námskeið núna í vetur, mikið,“ segir verkstæðisformaðurinn. Einnig var fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. 9. apríl 2018 21:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00