Hlutabréf í Facebook hækkuðu á meðan Zuckerberg sat fyrir svörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2018 23:45 Mark Zuckerberg í þinghúsinu í dag. Vísir/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Fundurinn stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir en honum lauk nú skömmu fyrir 23:30 að íslenskum tíma. Á fundinum var Zuckerberg gert að svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. „Ég gerði mistök og mér þykir fyrir því. Ég stofnaði Facebook, ég stýri því og ég ber ábyrgð á því sem gerist hér,“ sagði Zuckerberg í yfirlýsingu sem hann las fyrir viðstadda áður en þingmenn hófu yfirheyrsluna.Starfsmenn Facebook yfirheyrðir í tengslum við Rússarannsókn Muellers Í svörum Zuckerberg við fyrirspurnum embættismanna á borð við Dianne Feinstein og Chuck Grassley kom fram að Facebook stæði í stöðugri baráttu við Rússa sem vilja notfæra sér miðilinn. Hann viðurkenndi einnig að Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem stýrir Rússarannsókninni svokölluðu, hafi rætt við starfsmenn Facebook vegna rannsóknarinnar. Zuckerberg sagðist þó sjálfur ekki hafa verið tekinn viðtals í tengslum við málið. Í febrúar ákærði Mueller m.a. rússneska fyrirtækið Internet Research Agency, sem iðulega er kölluð „Tröllaverksmiðja Rússlands“, vegna Rússarannsóknarinnar. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sakaðir um að hafa notað samfélagsmiðla eins og YouTube, Facebook, Twitter og Instagram, til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum, þ. á m. forsetakosningarnar þar í landi árið 2016. Vill tryggja öryggi þingkosninganna Zuckerberg sagði auk þess að hann sæi einna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári. Zucberberg lýsti því einnig yfir að „eftir á að hyggja hefðu það greinilega verið mistök“ að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnum án þess að rannsaka málið frekar.Sjá einnig: Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Zuckerberg er talinn hafa staðið sig nokkuð vel á fundinum í dag. Til marks um það er fimm prósenta hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins sem mældist rétt áður en fyrsta fundarhlé dagsins hófst. Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27