Orð og gerðir Magnús Guðmundsson skrifar 11. apríl 2018 10:00 Það er vart sá Íslendingur sem gerir sér ekki grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er löngu komið að einhvers konar þolmörkum. Margar deildir á stundum yfirfullar, kostnaður langveikra oftar en ekki allt of hár, biðin eftir þjónustu löng, erfið og jafnvel ekki án afleiðinga og margar starfsstéttir innan kerfisins langþreyttar á ástandinu. Þetta ástand hefur lengi verið fyrirferðarmikið í umræðunni frá degi til dags og í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga þegar frambjóðendur kappkosta að lofa endurreisn og boða betri tíð með blóm í haga. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóvember síðastliðins, í nafni pólitísks og efnahagslegs stöðugleika, er ekki laust við að margir hafi bundið vonir við komu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytið. Þær vonir dvína þó ört því henni virðist ætla að verða lítið ágengt í þeim skjótu umskiptum á heilbrigðiskerfinu til betri vegar sem þorri þjóðarinnar hefur svo lengi beðið eftir. Auk þess sem Svandís er illu heilli farin að verja vondan málstað í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra fremur en að beita sér fyrir sómasamlegri lausn málsins. Það er ekki að undra að ljósmæður séu ósáttar við ummæli Svandísar á Alþingi síðastliðinn mánudag þar sem hún gaf til kynna að kjaravanda ljósmæðra mætti rekja til þess að þær hefðu valið að vera innan sérstaks stéttarfélags innan BHM. Þessa undarlegu vangaveltu setti Svandís fram í framhaldi af eðlilegri fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra, við litla hrifningu ráðherrans. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að Svandís sagði líka að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Vonandi á það líka við þá mikilvægu tveggja ára menntun sem ljósmæður sækja sér að loknu námi í hjúkrunarfræðum til þess að afla sér réttinda og færni til þessa mikilvæga starfs. Til þessa virðist, samkvæmt svari Svandísar, að hún hafi látið duga að beita sér í deilunni gegnum forstjóra Landspítalans að bættu starfs- og vaktaumhverfi ljósmæðra. Það er nú tæpast líklegt til árangurs í ljósi þess að hvorki menntun né vinnuframlag ljósmæðra virðast metin til launa. En ef Svandís vill beita sér fyrir því að menntun ljósmæðra sé metin til launa þá gæti hún til að mynda miðað við hverju viðbótarmenntun skilar gamalgrónum háskólastéttum á borð við lögfræðinga og presta. Stéttum sem voru byggðar upp sem hefðbundnar karlastéttir sem er einmitt það sem kvennastéttir þurfa að miða við til þess að ná fram raunverulegu launajafnrétti í samfélaginu. Að tala fjálglega um mikilvægi ljósmæðra sem kvennastéttar sem sinnir konum á dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra skilar þeim engu í launaumslagið. Það skilar ekki heldur jafnréttis- og launabaráttu kvenna á Íslandi fram á við á meðan orð og gerðir fara ekki saman. En vonandi ætlar Svandís Svavarsdóttir ekki að vera heilbrigðisráðherra sem segir eitt en gerir annað eða ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er vart sá Íslendingur sem gerir sér ekki grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er löngu komið að einhvers konar þolmörkum. Margar deildir á stundum yfirfullar, kostnaður langveikra oftar en ekki allt of hár, biðin eftir þjónustu löng, erfið og jafnvel ekki án afleiðinga og margar starfsstéttir innan kerfisins langþreyttar á ástandinu. Þetta ástand hefur lengi verið fyrirferðarmikið í umræðunni frá degi til dags og í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga þegar frambjóðendur kappkosta að lofa endurreisn og boða betri tíð með blóm í haga. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóvember síðastliðins, í nafni pólitísks og efnahagslegs stöðugleika, er ekki laust við að margir hafi bundið vonir við komu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytið. Þær vonir dvína þó ört því henni virðist ætla að verða lítið ágengt í þeim skjótu umskiptum á heilbrigðiskerfinu til betri vegar sem þorri þjóðarinnar hefur svo lengi beðið eftir. Auk þess sem Svandís er illu heilli farin að verja vondan málstað í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra fremur en að beita sér fyrir sómasamlegri lausn málsins. Það er ekki að undra að ljósmæður séu ósáttar við ummæli Svandísar á Alþingi síðastliðinn mánudag þar sem hún gaf til kynna að kjaravanda ljósmæðra mætti rekja til þess að þær hefðu valið að vera innan sérstaks stéttarfélags innan BHM. Þessa undarlegu vangaveltu setti Svandís fram í framhaldi af eðlilegri fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra, við litla hrifningu ráðherrans. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að Svandís sagði líka að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Vonandi á það líka við þá mikilvægu tveggja ára menntun sem ljósmæður sækja sér að loknu námi í hjúkrunarfræðum til þess að afla sér réttinda og færni til þessa mikilvæga starfs. Til þessa virðist, samkvæmt svari Svandísar, að hún hafi látið duga að beita sér í deilunni gegnum forstjóra Landspítalans að bættu starfs- og vaktaumhverfi ljósmæðra. Það er nú tæpast líklegt til árangurs í ljósi þess að hvorki menntun né vinnuframlag ljósmæðra virðast metin til launa. En ef Svandís vill beita sér fyrir því að menntun ljósmæðra sé metin til launa þá gæti hún til að mynda miðað við hverju viðbótarmenntun skilar gamalgrónum háskólastéttum á borð við lögfræðinga og presta. Stéttum sem voru byggðar upp sem hefðbundnar karlastéttir sem er einmitt það sem kvennastéttir þurfa að miða við til þess að ná fram raunverulegu launajafnrétti í samfélaginu. Að tala fjálglega um mikilvægi ljósmæðra sem kvennastéttar sem sinnir konum á dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra skilar þeim engu í launaumslagið. Það skilar ekki heldur jafnréttis- og launabaráttu kvenna á Íslandi fram á við á meðan orð og gerðir fara ekki saman. En vonandi ætlar Svandís Svavarsdóttir ekki að vera heilbrigðisráðherra sem segir eitt en gerir annað eða ekki neitt.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun