Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2018 18:45 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00