350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 RÚV samdi um annað meiðyrðamál utan dómstóla árið 2009 vegna fréttar frá árinu 2008. Sáttin kostaði 350 þúsund krónur. Vísir/ernir Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00