350 þúsund króna sátt RÚV í meiðyrðamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 RÚV samdi um annað meiðyrðamál utan dómstóla árið 2009 vegna fréttar frá árinu 2008. Sáttin kostaði 350 þúsund krónur. Vísir/ernir Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Ríkisútvarpið greiddi útgerðarfyrirtækinu FiskAra frá Súðavík 350 þúsund krónur í sáttagreiðslu vegna fréttar í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008 um yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækisins sem reyndist röng. Trúnaði af sáttargreiðslunni hefur verið aflétt í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál á dögunum um að RÚV bæri að afhenda Vísi samkomulag sem stofnunin gerði við Guðmund Spartakus Ómarsson á síðasta ári. Fréttablaðið greindi frá því í október að ákvörðun RÚV um að greiða Guðmundi 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla sem hann hafði höfðað á hendur stofnuninni væri ekki einsdæmi. Slíkt hið sama hefði gerst vegna lítillar fréttar sem hljómaði í svæðisútvarpi Vestfjarða árið 2008. RÚV neitaði þá beiðni Fréttablaðsins um efni sáttarinnar og vildi ekki upplýsa um hversu há sáttargreiðslan var fyrr en niðurstaða fengist hjá úrskurðarnefndinni um sátt RÚV við Guðmund. Nú hefur RÚV veitt Fréttablaðinu þessar upplýsingar.Sjá einnig: RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutningÍ mars 2009 höfðaði FiskAri ehf. mál á hendur RÚV vegna fréttarinnar um að FiskAri ætti í „verulegum fjárhagslegum erfiðleikum og rambaði á barmi gjaldþrots“. Krafist var að ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk, RÚV yrði gert að greiða félaginu 400 þúsund krónur til að kosta birtingu dóms í fjórum dagblöðum og að RÚV greiddi málskostnað.Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.Vísir/StefánÍ samkomulagi FiskAra og RÚV kemur fram að stofnunin fallist á að ummælin hafi falið í sér fullyrðingar um staðreyndir sem hafi ekki átt sér viðhlítandi stoð í raunveruleikanum, er fyrirtækið beðið afsökunar auk þess sem leiðrétting og afsökunarbeiðni yrðu birt á textavarpi RÚV, í fréttum svæðisútvarpsins og í dagblaðinu Bæjarins besta á Ísafirði. Þá féllst RÚV einnig á að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað en að gegn greiðslunni og birtingu leiðréttingar og afsökunarbeiðni skuldbatt FiskAri sig til að fella niður meiðyrðamálið og lýsa því yfir að félagið ætti engar frekari kröfur á hendur stofnuninni vegna málsins. Munurinn á samkomulagi RÚV við FiskAra og Guðmund Spartakus felst einna helst í því að í sáttinni við Guðmund var kveðið á um að engin leiðrétting yrði gerð á fréttunum sem stefnt var vegna, sáttin væri ekki viðurkenning á bótaskyldu og enginn yrði beðinn afsökunar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar sáttin við FiskAra ver gerð en hann hefur gagnrýnt miskabótagreiðslu RÚV til Guðmundar. Furðaði hann sig á að stofnunin væri að kaupa sig frá því að biðjast afsökunar eða leiðrétta frétt.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
RÚV gert að afhenda samkomulag um fréttaflutning Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar krefst viðbragða frá stjórn RÚV og/eða ráðherra. 10. apríl 2018 14:00