Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2018 06:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú hernaðaraðgerðir gegn Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta. Vísir/AFP Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás stjórnarhers Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur-Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð. Til að mynda greindi rússneska fréttaveitan Interfax frá því að hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni. Bandaríkjamenn, sem og Vesturlönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendiherra þeirra í Líbanon, því áhyggjuefni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkjamanna séu möguleg nú þegar samband stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter.Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í vígahug? En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sambandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríðinu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræðings forsetans í tengslum við rannsóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum.Stjórnarher Sýrlands ekur hér skriðdrekum eftir strætum Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um síðustu helgi.Vísir/AFPMögulega séu Bandaríkjamenn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður-Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efnavopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðjudag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendiherrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Bandaríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Bandaríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurðað um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær harma að öryggisráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás stjórnarhers Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur-Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð. Til að mynda greindi rússneska fréttaveitan Interfax frá því að hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni. Bandaríkjamenn, sem og Vesturlönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendiherra þeirra í Líbanon, því áhyggjuefni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkjamanna séu möguleg nú þegar samband stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter.Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í vígahug? En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sambandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríðinu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræðings forsetans í tengslum við rannsóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum.Stjórnarher Sýrlands ekur hér skriðdrekum eftir strætum Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um síðustu helgi.Vísir/AFPMögulega séu Bandaríkjamenn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður-Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efnavopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðjudag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendiherrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Bandaríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Bandaríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurðað um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær harma að öryggisráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46