Fórst full af áhrifavöldum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. apríl 2018 08:39 Mariah Sunshine Coogan hafði sent vinum sínum myndband skömmu fyrir flugtak. Facebook Allir sex farþegar lítillar einkaflugvélar létust þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak í Arizona á mánudag. Vélin, sem var á leið til glysborgarinnar Las Vegas, brotlenti á golfvelli og segja vitni að mikill eldur hafi blossað upp um leið og hún hafnaði á einni flötinni. Allir um borð í vélinni voru því látnir þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Scottsdale hefur birt nöfn þeirra sem létust, nöfn sem fjöldamargir notendur myndaþjónustunnar Instagram kannast við ef marka má erlenda miðla. Um helmingur farþeganna hafði tugþúsundir fylgjenda á reikningum sínum og segir People því að um svokallaða áhrifavalda hafa verið að ræða. Áhrifavaldar eru, eins nafnið gefur til kynna, fólk sem talið er geta haft áhrif á neyslu fylgjenda með hegðun sinni á samfélagsmiðlum og eru þeir því gríðarlega eftirsóttir til markaðssetningar. Vinur hinna látnu minntist þeirra í færslu á Facebook síðu sinni, þar sem meðal annars má sjá myndbönd sem þau tóku um borð í vélinni skömmu fyrir flugtak. Í fyrrnefndri grein People eru áhrifavaldarnir kynntir til sögunnar. Hin 23 ára gamla Mariah Sunshine Coogan var til að mynda með 28 þúsund fylgjendur áður en hún lést. Hún birti reglulega myndir af sér léttklæddri við sundlaugabakkann. I love ya'll a latte. Reminder to live in every moment thrown at your beautiful life. You're to blessed to stress. #GoodMorningSunshine Snapchat: Mariahsunshine A post shared by Mariah Sunshine Coogan (@mariahsunshiinee) on Dec 7, 2017 at 9:06am PST Um 12 þúsund manns fylgdust með ævintýrum James Pedroza, sem var 28 ára. Hann var jafnframt flugmaður vélarinnar. Pedroza ferðaðist mikið og er Instagram-aðgangur hans fullur af myndum úr ferðalögum. Last night the world took James Pedroza from us in a plane crash. There were also thought to be 5 other beautiful souls on board. James had a wide network of friends and loved ones. We are all in shock over this tragedy and have no words. A post shared by James pedroza (@itsactuallyprettydope) on Apr 10, 2018 at 1:47pm PDTAnand Patel, 26 ára, er lýst sem frumkvöðli sem kom til Bandaríkjanna fyrir um áratug síðan. Aðgangur hans er lokaður en engu að síður fylgdust um 44 þúsund manns með ævintýrum Patel.Anand Patel var kallaður Happy af vinum sínum.FacebookRannsókn á slysinu stendur nú yfir en margir telja að vélin hafi ekki verið hönnuð til þess að flytja sex manns í einu. Bráðabirgðaskýrslu er að vænta eftir um tvær vikur.Myndband People um málið má sjá hér að neðan. Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira
Allir sex farþegar lítillar einkaflugvélar létust þegar hún brotlenti skömmu eftir flugtak í Arizona á mánudag. Vélin, sem var á leið til glysborgarinnar Las Vegas, brotlenti á golfvelli og segja vitni að mikill eldur hafi blossað upp um leið og hún hafnaði á einni flötinni. Allir um borð í vélinni voru því látnir þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Lögreglan í Scottsdale hefur birt nöfn þeirra sem létust, nöfn sem fjöldamargir notendur myndaþjónustunnar Instagram kannast við ef marka má erlenda miðla. Um helmingur farþeganna hafði tugþúsundir fylgjenda á reikningum sínum og segir People því að um svokallaða áhrifavalda hafa verið að ræða. Áhrifavaldar eru, eins nafnið gefur til kynna, fólk sem talið er geta haft áhrif á neyslu fylgjenda með hegðun sinni á samfélagsmiðlum og eru þeir því gríðarlega eftirsóttir til markaðssetningar. Vinur hinna látnu minntist þeirra í færslu á Facebook síðu sinni, þar sem meðal annars má sjá myndbönd sem þau tóku um borð í vélinni skömmu fyrir flugtak. Í fyrrnefndri grein People eru áhrifavaldarnir kynntir til sögunnar. Hin 23 ára gamla Mariah Sunshine Coogan var til að mynda með 28 þúsund fylgjendur áður en hún lést. Hún birti reglulega myndir af sér léttklæddri við sundlaugabakkann. I love ya'll a latte. Reminder to live in every moment thrown at your beautiful life. You're to blessed to stress. #GoodMorningSunshine Snapchat: Mariahsunshine A post shared by Mariah Sunshine Coogan (@mariahsunshiinee) on Dec 7, 2017 at 9:06am PST Um 12 þúsund manns fylgdust með ævintýrum James Pedroza, sem var 28 ára. Hann var jafnframt flugmaður vélarinnar. Pedroza ferðaðist mikið og er Instagram-aðgangur hans fullur af myndum úr ferðalögum. Last night the world took James Pedroza from us in a plane crash. There were also thought to be 5 other beautiful souls on board. James had a wide network of friends and loved ones. We are all in shock over this tragedy and have no words. A post shared by James pedroza (@itsactuallyprettydope) on Apr 10, 2018 at 1:47pm PDTAnand Patel, 26 ára, er lýst sem frumkvöðli sem kom til Bandaríkjanna fyrir um áratug síðan. Aðgangur hans er lokaður en engu að síður fylgdust um 44 þúsund manns með ævintýrum Patel.Anand Patel var kallaður Happy af vinum sínum.FacebookRannsókn á slysinu stendur nú yfir en margir telja að vélin hafi ekki verið hönnuð til þess að flytja sex manns í einu. Bráðabirgðaskýrslu er að vænta eftir um tvær vikur.Myndband People um málið má sjá hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Sjá meira