Ívar: Þetta var viljandi hjá Brynjari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2018 11:32 Ívar Ásgrímsson ræðir við sína menn. vísir/bára Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. „Ég er hundfúll. Mér fannst við ekki spila vel og þetta er fyrsti leikurinn þar sem KR-ingarnir spila betur en við. Við vorum máttlausir og ég var mjög ósáttur við hvernig við komum til leiks. Við vorum undir í baráttunni og töpum út af því,“ segir Ívar í morgun en það náðist ekki að taka viðtal við hann eftir leik í gær. Ívar talaði nokkuð digurbarkalega eftir tapið gegn KR í öðrum leik liðanna. „Þeir komu ekki til baka. Við réttum þeim þetta. Við sýndum öllum í húsinu að við erum betra liðið og þeir vita það innst inni,“ sagði Ívar við Vísi og bætti í er hann talaði við karfan.is. „Þetta var sumargjöf okkar Hafnfirðinga í Vesturbæinn. Við sýndum að við erum betra liðið. KR-ingar þurfa að koma skjálfandi til okkar. Eina sem þeir geta gert er að reyna að æsa leikinn upp til þess að vinna okkur,“ sagði Ívar við karfan.is. Margir hafa gagnrýnt þessi orð Ívars og sagt óþarfi hjá honum að æsa KR-ingana upp með þessum orðum. Hann sér þó ekki eftir neinu. „Ég sé ekkert eftir þessu því við vorum búnir að vera betri en KR-ingarnir í tveimur leikjum. Ég sagði hlutina bara eins og þeir voru. Ef þeir geta komið með rök á móti þá er það bara fínt,“ segir Ívar ákveðinn.Haukamaðurinn Emil Barja endaði blóðugur á gólfinu í leiknum eftir að hafa fengið högg frá KR-ingnum Brynjar Þór Björnssyni. Það atvik var ekki til þess að kæta þjálfara Hauka og má sjá hér að ofan. „Þetta var viljandi brot. Þannig blasti það við mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lemur okkar menn. Ég held að þetta sé í fjórða eða fimmta skiptið sem hann gerir þetta viljandi,“ segir Ívar ósáttur og bætir við að mikið hafi blætt úr Emil sem sé með glóðarauga í dag. „Eftir síðasta leik þá gaf hann viljandi olnbogaskot eftir leik. Dómararnir horfðu á þetta og gerðu ekki neitt. Þetta er orðið frekar pirrandi en við þurfum að taka þessu eins og öðru.“ Er þessi frétt er skrifuð liggur ekki fyrir hvort þetta mál verði tekið fyrir hjá KKÍ en Haukarnir eru að íhuga að kvarta. „Þetta mál er á borði stjórnar og ég kem ekki nálægt því. Ég veit að það var umræða innan stjórnar um að kvarta til KKÍ en ég sagðist ekkert ætla að koma nálægt því.“ Fjórði leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni klukkan 20.00 á laugardag. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, sér ekki eftir orðum sínum efir annan leik KR og Hauka og er enn fremur mjög ósáttur við KR-inginn Brynjar Þór Björnsson. „Ég er hundfúll. Mér fannst við ekki spila vel og þetta er fyrsti leikurinn þar sem KR-ingarnir spila betur en við. Við vorum máttlausir og ég var mjög ósáttur við hvernig við komum til leiks. Við vorum undir í baráttunni og töpum út af því,“ segir Ívar í morgun en það náðist ekki að taka viðtal við hann eftir leik í gær. Ívar talaði nokkuð digurbarkalega eftir tapið gegn KR í öðrum leik liðanna. „Þeir komu ekki til baka. Við réttum þeim þetta. Við sýndum öllum í húsinu að við erum betra liðið og þeir vita það innst inni,“ sagði Ívar við Vísi og bætti í er hann talaði við karfan.is. „Þetta var sumargjöf okkar Hafnfirðinga í Vesturbæinn. Við sýndum að við erum betra liðið. KR-ingar þurfa að koma skjálfandi til okkar. Eina sem þeir geta gert er að reyna að æsa leikinn upp til þess að vinna okkur,“ sagði Ívar við karfan.is. Margir hafa gagnrýnt þessi orð Ívars og sagt óþarfi hjá honum að æsa KR-ingana upp með þessum orðum. Hann sér þó ekki eftir neinu. „Ég sé ekkert eftir þessu því við vorum búnir að vera betri en KR-ingarnir í tveimur leikjum. Ég sagði hlutina bara eins og þeir voru. Ef þeir geta komið með rök á móti þá er það bara fínt,“ segir Ívar ákveðinn.Haukamaðurinn Emil Barja endaði blóðugur á gólfinu í leiknum eftir að hafa fengið högg frá KR-ingnum Brynjar Þór Björnssyni. Það atvik var ekki til þess að kæta þjálfara Hauka og má sjá hér að ofan. „Þetta var viljandi brot. Þannig blasti það við mér. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lemur okkar menn. Ég held að þetta sé í fjórða eða fimmta skiptið sem hann gerir þetta viljandi,“ segir Ívar ósáttur og bætir við að mikið hafi blætt úr Emil sem sé með glóðarauga í dag. „Eftir síðasta leik þá gaf hann viljandi olnbogaskot eftir leik. Dómararnir horfðu á þetta og gerðu ekki neitt. Þetta er orðið frekar pirrandi en við þurfum að taka þessu eins og öðru.“ Er þessi frétt er skrifuð liggur ekki fyrir hvort þetta mál verði tekið fyrir hjá KKÍ en Haukarnir eru að íhuga að kvarta. „Þetta mál er á borði stjórnar og ég kem ekki nálægt því. Ég veit að það var umræða innan stjórnar um að kvarta til KKÍ en ég sagðist ekkert ætla að koma nálægt því.“ Fjórði leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni klukkan 20.00 á laugardag.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Finnur blóðgaði Kristófer: Trúi ekki að þetta hafi verið viljaverk Blóðið streymdi á Ásvöllum í gær í þriðja leik Hauka og KR í undaúrslitum Dominos-deildar karla. Einn leikmaður úr hvoru liði lá eftir blóðugur í parketinu. 12. apríl 2018 14:27
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 83-84 | KR komið yfir í einvíginu KR-ingar sýndu rosalega seiglu til að landa sigri á Ásvöllum. Andlegur styrkur mikilvægt einkenni liðsins og skilaði sér í kvöld 11. apríl 2018 22:30