Brugga fyrsta tómatbjórinn Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 12. apríl 2018 13:09 Friðheimar bjóða upp á fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Aðsend mynd „Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Í dag bjóða þau sveitungum og velunnurum að koma og smakka fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Bjórinn er bruggaður í samstarfi við brugghúsið Ægisgarð á Granda í Reykjavík og er „léttur sumar-stemmnings bjór,“ að sögn Knúts. Knútur segir bjórinn byrja í sölu hjá þeim í Friðheimum en síðan komi í ljós hvort hann fari í almenna sölu. Knútur og fjölskylda keyptu Friðheima árið 1995 og byrjuðu að taka á móti gestum í gróðurhúsið fyrir tíu árum. Síðan þá hefur reksturinn stækkað umtalsvert. „Við opnuðum gestastofuna árið 2008 og tókum á móti 900 gestum það árið. Í fyrra komu svo 160 þúsund gestir og sennilega koma um 170 til 180 þúsund gestir í ár.“ Knútur segir engin áform um að stækka veitingastaðinn, þau vilji halda í gæðin frekar en að auka fjölda gesta. En þau stefna að því að auka framleiðsluna á tómötum, enda eru Friðheimar garðyrkjustöð í grunninn.Ferðaþjónustan er orðin umfangsmesti hluti rekstrarins og eru 40 fastráðnir starfsmenn allt árið í Friðheimum. Á sumrin eru starfsmenn 50 talsins vegna anna í ferðaþjónustu og hestasýningum, en í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt. „Það er jákvætt í ferðaþjónustunni að geta haldið 40 starfsmönnum allt árið,“ segir Knútur og bætir við að hann sé stoltur af því að vera með alþjóðlegt samfélag í Friðheimum. Það sé mikill styrkur að velja fólk frá mismunandi löndum í starfsliðið enda komi ferðamenn frá mörgum löndum í heimsókn til þeirra. Starfsmannavelta er ekki mikil en þau fá um 20 til 30 starfsumsóknir um starf í mánuði. Þau geta því valið fólk inn í starfsemina, sem sé jákvætt.Veitingastur er í gróðurhúsi Friðheima innan um tómatplöntur.Aðsend myndKnútur segir gaman hversu margir Íslendingar heimsæki Friðheima á veturna, en á sumrin séu þetta útlendingar til hálfs á við Íslendinga. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring frá klukkan 12 til 16 en nú þegar séu einhverjir dagar fullbókaðir í sumar. Hann hvetur því fólk til að bóka fyrir fram ætli það sér að koma í heimsókn. Hann segir að lokum mörg tækifæri vera í kortunum fyrir Friðheima og bjart sé fram undan. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Það kom upp hugmynd í vetur og okkur langaði að taka hana skrefinu lengra og brugga bjór,“ segir Knútur Rafn Ármann garðyrkjubóndi og eigandi Friðheima. Í dag bjóða þau sveitungum og velunnurum að koma og smakka fyrsta tómatbjórinn á Íslandi. Bjórinn er bruggaður í samstarfi við brugghúsið Ægisgarð á Granda í Reykjavík og er „léttur sumar-stemmnings bjór,“ að sögn Knúts. Knútur segir bjórinn byrja í sölu hjá þeim í Friðheimum en síðan komi í ljós hvort hann fari í almenna sölu. Knútur og fjölskylda keyptu Friðheima árið 1995 og byrjuðu að taka á móti gestum í gróðurhúsið fyrir tíu árum. Síðan þá hefur reksturinn stækkað umtalsvert. „Við opnuðum gestastofuna árið 2008 og tókum á móti 900 gestum það árið. Í fyrra komu svo 160 þúsund gestir og sennilega koma um 170 til 180 þúsund gestir í ár.“ Knútur segir engin áform um að stækka veitingastaðinn, þau vilji halda í gæðin frekar en að auka fjölda gesta. En þau stefna að því að auka framleiðsluna á tómötum, enda eru Friðheimar garðyrkjustöð í grunninn.Ferðaþjónustan er orðin umfangsmesti hluti rekstrarins og eru 40 fastráðnir starfsmenn allt árið í Friðheimum. Á sumrin eru starfsmenn 50 talsins vegna anna í ferðaþjónustu og hestasýningum, en í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt. „Það er jákvætt í ferðaþjónustunni að geta haldið 40 starfsmönnum allt árið,“ segir Knútur og bætir við að hann sé stoltur af því að vera með alþjóðlegt samfélag í Friðheimum. Það sé mikill styrkur að velja fólk frá mismunandi löndum í starfsliðið enda komi ferðamenn frá mörgum löndum í heimsókn til þeirra. Starfsmannavelta er ekki mikil en þau fá um 20 til 30 starfsumsóknir um starf í mánuði. Þau geta því valið fólk inn í starfsemina, sem sé jákvætt.Veitingastur er í gróðurhúsi Friðheima innan um tómatplöntur.Aðsend myndKnútur segir gaman hversu margir Íslendingar heimsæki Friðheima á veturna, en á sumrin séu þetta útlendingar til hálfs á við Íslendinga. Veitingastaðurinn er opinn allan ársins hring frá klukkan 12 til 16 en nú þegar séu einhverjir dagar fullbókaðir í sumar. Hann hvetur því fólk til að bóka fyrir fram ætli það sér að koma í heimsókn. Hann segir að lokum mörg tækifæri vera í kortunum fyrir Friðheima og bjart sé fram undan.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04
Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. 17. nóvember 2017 10:58