Eigandi Roma um gosbrunnastökkið sitt: „Ég á það til að fara aðeins of langt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 22:30 James Pallotta. Vísir/Getty James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Sjá meira
James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Sjá meira