Marcus Walker klárar úrslitakeppnina með KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. apríl 2018 08:00 Walker í bikarleiknum gegn Blikum í vetur. Þá minnti hann alla á hversu góður hann er. vísir/eyþór Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni. Walker, sem er 31 árs gamall, er enn skráður í KR og löglegur með liðinu enda lék hann með B-liði KR í bikarkeppninni fyrr í vetur. „Það er gott að eiga mikið af KR-ingum út í hinum stóra heimi,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en KR-ingar stefna á að tefla Walker fram í fjórða leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Walker verður eflaust þreyttur en mun samt spila eitthvað. Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar er aðalástæðan fyrir því að KR-ingar hóa í sinn gamla félaga. Jón hefur lítið sem ekkert getað beitt sér í síðustu leikjum og staðan á honum lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Í bikarleiknum gegn Blikum í vetur þá var Walker með 42 stig, 7 þrista og 6 stoðsendingar í 100-108 tapi á móti Breiðabliki í bikarnum.Walker fagnar í síðasta leik sínum með KR í Íslandsmótinu árið 2011.vísir/antonMarcus Walker hefur því skorað 40 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í búningi KR því hann skoraði líka 40 stig í lokaleiknum í úrslitakeppninni vorið 2011. KR vann þá titilinn í fjórða leik í Garðabænum og auk stiganna 40 var Marcus með 8 stolna bolta, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Frammistaða Marcus Walker í úrslitakeppninni 2011 var mögnuð. Hann skoraði 30,2 stig að meðaltali og hækkaði meðalskor sitt um sjö stig frá því í deildarkeppninni (23,2). Marcus hitti úr 49 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitakeppninni fyrir sjö árum og setti niður 3,5 þrista að meðaltali í leik. Hann var einnig með 4,0 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir leikmenn KR-liðsins í dag léku með Marcus Íslandsmeistaravorið 2011 en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Atli Magnússon, sem er leikmaður Hauka í dag, var einnig með KR í þessari úrslitakeppni sem og Matthías Orri Sigurðarson sem leikur nú lykilhlutverk með ÍR-liðinu. Rimma KR og Hauka hefur verið frábær hingað til og koma Walker til KR-inga á aðeins eftir að gera rimmu liðanna enn meira spennandi. KR-ingar ætla að byrja upphitun fyrir leikinn snemma í dag. Kveikt verður á grillunum klukkan 17.00 og stuðningsmenn geta því byrjað að þjappa sér saman snemma. Miðasala á leikinn er hafin á netinu og má kaupa miða á leikinn hér. Dominos-deild karla Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Íslandsmeistarar KR fengu heldur betur góðan liðsstyrk í morgun er Bandaríkjamaðurinn Marcus Walker lenti í Keflavík. Hann er kominn til þess að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni. Walker, sem er 31 árs gamall, er enn skráður í KR og löglegur með liðinu enda lék hann með B-liði KR í bikarkeppninni fyrr í vetur. „Það er gott að eiga mikið af KR-ingum út í hinum stóra heimi,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR, en KR-ingar stefna á að tefla Walker fram í fjórða leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Walker verður eflaust þreyttur en mun samt spila eitthvað. Meiðsli Jóns Arnórs Stefánssonar er aðalástæðan fyrir því að KR-ingar hóa í sinn gamla félaga. Jón hefur lítið sem ekkert getað beitt sér í síðustu leikjum og staðan á honum lofar ekki góðu fyrir framhaldið. Í bikarleiknum gegn Blikum í vetur þá var Walker með 42 stig, 7 þrista og 6 stoðsendingar í 100-108 tapi á móti Breiðabliki í bikarnum.Walker fagnar í síðasta leik sínum með KR í Íslandsmótinu árið 2011.vísir/antonMarcus Walker hefur því skorað 40 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í búningi KR því hann skoraði líka 40 stig í lokaleiknum í úrslitakeppninni vorið 2011. KR vann þá titilinn í fjórða leik í Garðabænum og auk stiganna 40 var Marcus með 8 stolna bolta, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Frammistaða Marcus Walker í úrslitakeppninni 2011 var mögnuð. Hann skoraði 30,2 stig að meðaltali og hækkaði meðalskor sitt um sjö stig frá því í deildarkeppninni (23,2). Marcus hitti úr 49 prósent þriggja stiga skota sinna í úrslitakeppninni fyrir sjö árum og setti niður 3,5 þrista að meðaltali í leik. Hann var einnig með 4,0 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta að meðaltali í leik. Tveir leikmenn KR-liðsins í dag léku með Marcus Íslandsmeistaravorið 2011 en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij. Finnur Atli Magnússon, sem er leikmaður Hauka í dag, var einnig með KR í þessari úrslitakeppni sem og Matthías Orri Sigurðarson sem leikur nú lykilhlutverk með ÍR-liðinu. Rimma KR og Hauka hefur verið frábær hingað til og koma Walker til KR-inga á aðeins eftir að gera rimmu liðanna enn meira spennandi. KR-ingar ætla að byrja upphitun fyrir leikinn snemma í dag. Kveikt verður á grillunum klukkan 17.00 og stuðningsmenn geta því byrjað að þjappa sér saman snemma. Miðasala á leikinn er hafin á netinu og má kaupa miða á leikinn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira