Körfubolti

Jakob og félagar 2-0 undir eftir tvíframlengdan spennutrylli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jakob í leik með Borås.
Jakob í leik með Borås. vísir/getty
Jakob Örn Sigurðarson átti ágætan leik fyrir Borås sem tapaði ótrúlegan hátt gegn Norrköping Dolphins, 102-100, í öðrum leik liðanna í undanúrslitunum um sænska meistaratitilinn í körfubolta.

Leikur liðanna var ótrúlegur í kvöld. Eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja og eftir framlengingu númer eitt var enn jafnt. Í annari framlengingu hafði Norrköping betur með tveimur stigum og eftir 60 mínútur af körfubolta var niðurstaðan 102-100, Norrköping í vil.

Jakob skoraði þrettán stig og gaf sjö stoðsendingar en hann spilaði í rúmar 40 mínútur af þeim sextíu sem spilaðar voru í kvöld.

Norrköping er því komið í 2-0 en vinna þarf fjóra leiki til þess að komast í úrslitaleikinn. Næst mætast liðin á þriðjudagskvöldið en þá er leikið í Norrköping.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×