Breiðablikið er komið í Dominos-deild karla eftir sigur á Hamri, 110-84, í fjórða leik liðanna en leikið var í Kópavogi í kvöld.
Jafnræði var með liðunum framan af en í hálfleik leiddu Blikarnir með fjórum stigum, 51-47, en í síðari hálfleik skildi á milli liðanna.
Blikarnir gáfu í og rústuðu fjórða leikhlutanum, 36-12, og unnu leikinn að lokum með 26 stiga mun, 110-84 og rimmuna sjálfa 3-1.
Chris Woods spilandi þjálfari Breiðablik skoraði 26 stig en næstur kom Erlendur Ágúst Stefánsson með 20 stig.
Ísak Sigurðarson skoraði sextán stig fyrir Hamar sem tapar úrslitaeinvíginu annað árið í röð. Larry Thomas skoraði fjórtán stig.
Körfubolti