Körfubolti

Tröllatroðsla Davenport sem kveikti í Síkinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chris Davenport steig heldur betur upp á mikilvægum tímapunkti í fjórða leik Tindastóls og ÍR í undanúrslitum Dominos-deildar karla sem Tindastóll vann, 90-87.

Antonio Hester, einn besti erlendi leikmaður deildarinnar, meiddist í leiknum og Davenport kom inn í hans stað. Leikurinn var afar jafn og skemmtilegur og það var lítið sem skildi á milli liðanna.

Er innan við mínúta var eftir af leiknum tók Davenport sóknarfrákast eftir skot Sigtryggs Arnars og tróð boltanum svakalega í körfuna. Þakið ætlaði af Síkinu en þessi karfa kom Stólunum fjórum stigum yfir, 88-84.

Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum og þeir trúðu varla sínum eigin augum eins og flestir í Síkinu en troðsluna má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×