Kímnigáfa ráðherrans vakti misjafna lukku Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. apríl 2018 07:30 Guðlaugur Þór gantaðist með meint reynsluleysi Þorgerðar Katrínar. Vísir/Vilhelm Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira