Vettel verður á ráspól í Kína Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2018 08:41 Sebastian Vettel fagnar sigri í morgun. Vísir/Getty Sebastian Vettel verður fremstur á ráspól þegar ræst verður í Kína í fyrramálið, þriðju keppni tímabilsins í Formúlu 1. Vettel hefur unnið fyrstu tvær keppnir tímabilsins og því þegar kominn með þægilega sautján stiga forystu í stigakeppni ökuþóra. Vettel, sem ekur á Ferrari, náði besta tímanum í morgun í blálok tímatökunnar, rétt eins og í Barein um síðustu helgi. Kimi Raikkönen, félagi Vettel hjá Ferrari, var í forystu þangað til og mátti sætta sig við að hafna í öðru sæti. Mercedes lenti hins vegar í basli og náði ekki að halda í við Ferrari í morgun. Valtteri Bottas verður þriðji og heimsmeistarinn Lewis Hamilton fjórði. Hamilton þarf því að aka vel í keppninni á morgun til að gefa ekki enn frekar eftir í baráttunni við Vettel um heimsmeistaratitilinn - sem báðir hafa unnið fjórum sinnum á ferlinum. Red Bull kom næst þar á eftir. Max Verstappen verður fimmti á ráspól og Daniel Ricciardo sjötti. Hér má sjá niðurstöðuna í tímatökunum á morgun. Sýnt verður beint frá kappastrinum á Stöð 2 Sport klukkan 05.50 í fyrramálið. Formúla Tengdar fréttir Upphitun: Öll pressan komin á Hamilton Sebastian Vettel vann fyrstu tvær keppnir ársins og skildi Lewis Hamilton eftir með sárt ennið. Mercedes virðist vera með hraðskreiðari bíl en Ferrari en nú þarf Hamilton að sýna það í verki um helgina. 13. apríl 2018 15:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel verður fremstur á ráspól þegar ræst verður í Kína í fyrramálið, þriðju keppni tímabilsins í Formúlu 1. Vettel hefur unnið fyrstu tvær keppnir tímabilsins og því þegar kominn með þægilega sautján stiga forystu í stigakeppni ökuþóra. Vettel, sem ekur á Ferrari, náði besta tímanum í morgun í blálok tímatökunnar, rétt eins og í Barein um síðustu helgi. Kimi Raikkönen, félagi Vettel hjá Ferrari, var í forystu þangað til og mátti sætta sig við að hafna í öðru sæti. Mercedes lenti hins vegar í basli og náði ekki að halda í við Ferrari í morgun. Valtteri Bottas verður þriðji og heimsmeistarinn Lewis Hamilton fjórði. Hamilton þarf því að aka vel í keppninni á morgun til að gefa ekki enn frekar eftir í baráttunni við Vettel um heimsmeistaratitilinn - sem báðir hafa unnið fjórum sinnum á ferlinum. Red Bull kom næst þar á eftir. Max Verstappen verður fimmti á ráspól og Daniel Ricciardo sjötti. Hér má sjá niðurstöðuna í tímatökunum á morgun. Sýnt verður beint frá kappastrinum á Stöð 2 Sport klukkan 05.50 í fyrramálið.
Formúla Tengdar fréttir Upphitun: Öll pressan komin á Hamilton Sebastian Vettel vann fyrstu tvær keppnir ársins og skildi Lewis Hamilton eftir með sárt ennið. Mercedes virðist vera með hraðskreiðari bíl en Ferrari en nú þarf Hamilton að sýna það í verki um helgina. 13. apríl 2018 15:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Upphitun: Öll pressan komin á Hamilton Sebastian Vettel vann fyrstu tvær keppnir ársins og skildi Lewis Hamilton eftir með sárt ennið. Mercedes virðist vera með hraðskreiðari bíl en Ferrari en nú þarf Hamilton að sýna það í verki um helgina. 13. apríl 2018 15:15