„Aldrei fallið verk úr hendi" Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 17:58 Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira