Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 19:25 Andri Freyr Sveinsson lést sjöunda júlí 2014 þegar grind sem átti að halda honum föstum í rússibana losnaði með þeim afleiðingum að Andri féll á sextíu kílómetra hraða niður á jörðina og lést samstundis. Faðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda Guðjónsdóttir voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 en lengri útgáfu má finna hér í spilaranum.Hulda og Denni segjast vera komin stutt í sorgarferlinu en tæp fjögur ár eru síðan slysið varð.vísir/egillEnginn ber ábyrgð Í viðtalinu sögðu þau spænska ríkið hafa rannsakað slysið en að öllum málaferlum hafi lokið fyrir ári síðan. „Með þeirri niðurstöðu að það bæri enginn ábyrgð á þessu slysi. Við höfum sett af stað einkamál og fengum að vita fyrir mánuði að þeir, forsvarsmenn skemmtigarðsins, hafna öllum samningaviðræðum við okkur," segir Sveinn, eða Denni eins og hann er alltaf kallaður. Hann vildi fara í einkamál eftir að hafa heyrt sögur frá mörgum um að hafa losnað i tækjum í garðinum. „Þá var þetta ekki lengur slys í mínum huga. Manndráp af gáleysi vil ég kalla það.“Myndin í rammanum er síðasta myndin sem tekin var af Andra í skemmtigarðinum.vísir/egillFlokkað sem umferðarslys Fulltrúar skemmtigarðsins hafa gefið út þá skýringu að Andri hafi verið of þungur í tækið en engar þyngdartakmarkanir voru í tækið, eða önnur tæki í garðinum. Von fjölskyldunnar hefur verið að skemmtigarðurinn viðurkenni sinn þátt í slysinu. „Því það er erfitt að vinna í sorginni þegar að þetta hvílir á herðum manns líka, að vera í málaferlum,“ segir Denni. Slysið er nú flokkað sem umferðarslys þar sem enginn ber ábyrgð á því.Litlar skaðabætur hafa verið greiddar og eru þær aðeins brot af þeim kostnaði sem fjölskyldan hefur lagt út. Garðurinn greiðir heldur ekki eyri, aðeins spænska ríkið. Einkamál er dýrt og segir Sveinn kostnaðinn vera óútfylltan tékka en þetta snúist ekki um peninga eða að einhver fari í fangelsi.Fjölskyldan í skemmtigarðinum. Andri er lengst til hægri.„Í mínum huga snýst þetta um að garðurinn viðurkenni að þeir hafi gert eitthvað rangt, sinni viðhaldi á tækjum og þeir tryggi að þetta gerist ekki aftur. Þá er stærsti sigurinn unninn.“Aldrei fengið áfallahjálp Denni segir þau ekki fá styrk eða stuðning héðan af landi í málaferlunum. En þegar þau eru spurð hvort þau hafi sóst eftir því svara þau því með spurningunni hvert maður ætti að sækja svoleiðis. „Nei, við höfum ekki gert það. Við höfum ekki fengið einn eða neinn styrk. Hvorki frá áfallateymi né öðru.“ Þannig að fjölskyldan hefur enga hjálp fengið til að vinna úr reynslu sinni en þrír í fjölskyldunni urðu vitni af sjálfu slysinu og þar af yngri systir Andra. Pabbi hans og bróðir reyndu endurlífgun í tuttugu mínútur þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Börnin voru send viku á undan foreldrunum til Íslands eftir slysið. Þegar foreldrarnir komu heim hafði enginn haft samband við börnin, hvorki prestur eða sálfræðingur. Áfallateymi Landspítalans sagði það ekki á sínum herðum að veita áfallahjálp enda hafi Andri ekki farið í gegnum spítalann og slysið gerðist í útlöndum. Fjölskyldunni var þó ráðlagt að leita sér hjálpar en þess má geta að um átta manneskjur er að ræða og sálfræðitíminn kostar á annan tug þúsund króna. „Átta manna hópur var sendur út í lífið og sagt að finna sér sálfræðing. Já, það var heldur fast á okkur skotið þar," segir Denni.Ári eftir slysið fór fjölskyldan aftur í garðinn og lögðu þau blóm við slysstaðinnVantar stuðningskerfiFjölskyldan heldur minningu Andra vel á lofti. Á heimilinu er heill veggur með myndum af Andra og hlutum sem minna á hann, til dæmis fígúrur úr MIndCraft. Einnig eru flestir í fjölskyldunni með húðflúr sem minnir á Andra. En þótt næstum fjögur ár séu liðin frá andláti Andra Freys eiga þau enn erfitt með að fara í kirkjugarðinn að leiðinu og segjast vera komin stutt á leið í sorgarferlinu. „Okkur tekst ekkert mjög vel að vinna úr þessu. Hreint út sagt,“ segir Denni og útskýrir að það sé sárt að vera í samskiptum við lögmenn viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og rifja endurtekið upp alla atburðarásina. Þau óska þess að geta farið heilshugar í sorgarferlið. Til þess mætti þó vera meiri stuðningur frá hinu opinbera en þau hafa til dæmis ekki getað sleppt úr vinnu. „Ég hef unnið hvern einasta dag frá því slysið varð. Þetta er dýrt og erfitt. Ég myndi gjarnan vilja sjá eitthvað stuðningskerfi hjá ríkinu fyrir fólk sem lendir í þessum aðstæðum“Fara þetta á hnefanumHulda, stjúpmóðir Andra, segist óska þess að hafa fengið meiri aðstoð í byrjun til að takast á við áfallið og meðan sárin voru ný. Nú hafi hún lokað meira á sorgina eftir því sem frá líður. „Maður fer þetta á hnefanum," segir hún. „Hefði verið gripið inn í til að byrja með og unnið með áfallið væri kannski öðruvísi fyrir okkur komið. Við forðumst þetta rosalega, förum ekki í garðinn, tölum varla um þetta ógrátandi. Við förum þetta á hörkunni.“ Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Andri Freyr Sveinsson lést sjöunda júlí 2014 þegar grind sem átti að halda honum föstum í rússibana losnaði með þeim afleiðingum að Andri féll á sextíu kílómetra hraða niður á jörðina og lést samstundis. Faðir Andra, Sveinn Albert Sigfússon og stjúpmóðir, Hulda Guðjónsdóttir voru í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 en lengri útgáfu má finna hér í spilaranum.Hulda og Denni segjast vera komin stutt í sorgarferlinu en tæp fjögur ár eru síðan slysið varð.vísir/egillEnginn ber ábyrgð Í viðtalinu sögðu þau spænska ríkið hafa rannsakað slysið en að öllum málaferlum hafi lokið fyrir ári síðan. „Með þeirri niðurstöðu að það bæri enginn ábyrgð á þessu slysi. Við höfum sett af stað einkamál og fengum að vita fyrir mánuði að þeir, forsvarsmenn skemmtigarðsins, hafna öllum samningaviðræðum við okkur," segir Sveinn, eða Denni eins og hann er alltaf kallaður. Hann vildi fara í einkamál eftir að hafa heyrt sögur frá mörgum um að hafa losnað i tækjum í garðinum. „Þá var þetta ekki lengur slys í mínum huga. Manndráp af gáleysi vil ég kalla það.“Myndin í rammanum er síðasta myndin sem tekin var af Andra í skemmtigarðinum.vísir/egillFlokkað sem umferðarslys Fulltrúar skemmtigarðsins hafa gefið út þá skýringu að Andri hafi verið of þungur í tækið en engar þyngdartakmarkanir voru í tækið, eða önnur tæki í garðinum. Von fjölskyldunnar hefur verið að skemmtigarðurinn viðurkenni sinn þátt í slysinu. „Því það er erfitt að vinna í sorginni þegar að þetta hvílir á herðum manns líka, að vera í málaferlum,“ segir Denni. Slysið er nú flokkað sem umferðarslys þar sem enginn ber ábyrgð á því.Litlar skaðabætur hafa verið greiddar og eru þær aðeins brot af þeim kostnaði sem fjölskyldan hefur lagt út. Garðurinn greiðir heldur ekki eyri, aðeins spænska ríkið. Einkamál er dýrt og segir Sveinn kostnaðinn vera óútfylltan tékka en þetta snúist ekki um peninga eða að einhver fari í fangelsi.Fjölskyldan í skemmtigarðinum. Andri er lengst til hægri.„Í mínum huga snýst þetta um að garðurinn viðurkenni að þeir hafi gert eitthvað rangt, sinni viðhaldi á tækjum og þeir tryggi að þetta gerist ekki aftur. Þá er stærsti sigurinn unninn.“Aldrei fengið áfallahjálp Denni segir þau ekki fá styrk eða stuðning héðan af landi í málaferlunum. En þegar þau eru spurð hvort þau hafi sóst eftir því svara þau því með spurningunni hvert maður ætti að sækja svoleiðis. „Nei, við höfum ekki gert það. Við höfum ekki fengið einn eða neinn styrk. Hvorki frá áfallateymi né öðru.“ Þannig að fjölskyldan hefur enga hjálp fengið til að vinna úr reynslu sinni en þrír í fjölskyldunni urðu vitni af sjálfu slysinu og þar af yngri systir Andra. Pabbi hans og bróðir reyndu endurlífgun í tuttugu mínútur þar til sjúkrabíll kom á staðinn. Börnin voru send viku á undan foreldrunum til Íslands eftir slysið. Þegar foreldrarnir komu heim hafði enginn haft samband við börnin, hvorki prestur eða sálfræðingur. Áfallateymi Landspítalans sagði það ekki á sínum herðum að veita áfallahjálp enda hafi Andri ekki farið í gegnum spítalann og slysið gerðist í útlöndum. Fjölskyldunni var þó ráðlagt að leita sér hjálpar en þess má geta að um átta manneskjur er að ræða og sálfræðitíminn kostar á annan tug þúsund króna. „Átta manna hópur var sendur út í lífið og sagt að finna sér sálfræðing. Já, það var heldur fast á okkur skotið þar," segir Denni.Ári eftir slysið fór fjölskyldan aftur í garðinn og lögðu þau blóm við slysstaðinnVantar stuðningskerfiFjölskyldan heldur minningu Andra vel á lofti. Á heimilinu er heill veggur með myndum af Andra og hlutum sem minna á hann, til dæmis fígúrur úr MIndCraft. Einnig eru flestir í fjölskyldunni með húðflúr sem minnir á Andra. En þótt næstum fjögur ár séu liðin frá andláti Andra Freys eiga þau enn erfitt með að fara í kirkjugarðinn að leiðinu og segjast vera komin stutt á leið í sorgarferlinu. „Okkur tekst ekkert mjög vel að vinna úr þessu. Hreint út sagt,“ segir Denni og útskýrir að það sé sárt að vera í samskiptum við lögmenn viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og rifja endurtekið upp alla atburðarásina. Þau óska þess að geta farið heilshugar í sorgarferlið. Til þess mætti þó vera meiri stuðningur frá hinu opinbera en þau hafa til dæmis ekki getað sleppt úr vinnu. „Ég hef unnið hvern einasta dag frá því slysið varð. Þetta er dýrt og erfitt. Ég myndi gjarnan vilja sjá eitthvað stuðningskerfi hjá ríkinu fyrir fólk sem lendir í þessum aðstæðum“Fara þetta á hnefanumHulda, stjúpmóðir Andra, segist óska þess að hafa fengið meiri aðstoð í byrjun til að takast á við áfallið og meðan sárin voru ný. Nú hafi hún lokað meira á sorgina eftir því sem frá líður. „Maður fer þetta á hnefanum," segir hún. „Hefði verið gripið inn í til að byrja með og unnið með áfallið væri kannski öðruvísi fyrir okkur komið. Við forðumst þetta rosalega, förum ekki í garðinn, tölum varla um þetta ógrátandi. Við förum þetta á hörkunni.“
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira