Ekki er heimilt að nota nagladekk í Reykjavík á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Laugardagurinn var því síðasti dagurinn sem það var heimilt.
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að nagladekk auki kostnað á viðhaldi, auki eldsneytiskostnað, valda hávaða og dragi úr loftgæðum með aukinni mengun.
Þar kemur einnig fram að samgöngur eru ein helsta uppspretta loftmengunar í Reykjavík. Eru borgarbúar hvattir til að tileinka sér fjölbreytni í samgöngum, og nýta í ríkari mæli vistvænni samgöngur eins og hjólreiðar, göngu eða almenningssamgöngur.
Hlutfall ökutækja á nagladekkjum í Reykjavík var 45 prósent í mars og má því gera ráð fyrir að mikið verði að gera á hjólbarðaverkstæðum í vikunni.
Nagladekk skal taka úr umferð
