Stefna VG verði að koma skýrar fram Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. apríl 2018 06:00 Myndin er tekin rétt áður en fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst klukkan 20 í gærkvöldi. VÍSIR/EGILL „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Bandaríkjamanna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.“Sjá einnig: Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystufólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
„Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi málefni Sýrlands á fundi utanríkismálanefndar í gærkvöldi og fór yfir viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna loftárása Bandaríkjamanna, Breta og Frakka um helgina. Rósa segir fundinn hafa verið mjög upplýsandi en hann hafi þó ekki breytt afstöðu sinni. „Ég er enn andsnúin þessum aðgerðum og hef ekkert breytt afstöðu minni þrátt fyrir fundinn,“ segir Rósa og bætir við: „Stefna VG verður að koma fram með skýrari hætti í utanríkisstefnu Íslands, það er mín skoðun og ég mun ekki hvika frá henni.“ Rósa segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá flokksfélögum og kjósendum vegna málsins. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við þau sjónarmið sem ég hef haldið á lofti.“Sjá einnig: Ekki rætt hvernig Ísland bregðist við ef aftur komi til hernaðaraðgerða „Það væri miklu betri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir NATO. Það er langbest að segja það hreint út. Það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Hún segir yfirlýsingar forystufólks ríkisstjórnarinnar hafa verið misvísandi. „Það þekkja allir ólíka stefnu flokkanna í þessum efnum, en stjórnarsáttmálinn er skýr,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra aðspurður um samstöðu um málið innan ríkisstjórnarinnar og afstöðu til loftárásanna. Hann segir engan titring í ríkisstjórninni vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36 Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld. 15. apríl 2018 20:36
Þingflokkur Pírata fordæmir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi. 15. apríl 2018 22:30