Ný verslun Geysis opnuð með pompi og prakt Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2018 16:00 Fólk virtist skemmta sér vel. myndir/Laimonas Dom Baranauskas Á síðustu tveimur vikum hafa umfangsmiklar framkvæmdir átt sér stað í verslun Geysis á Skólavörðustíg 16. Um er að ræða fyrstu verslun fyrirtækisins og var ný verslun opnuð á laugardaginn. Þá var hulunni svipt af breytingunum og opnaði verslunin á Skólavörðustíg 16 aftur, endurhönnuð af innanhúshönnuðinum Hálfdani Pedersen, sem herrafataverslunin GEYSIR KARLMENN. Á sama tíma hafa verið gerðar breytingar á verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Hún umbreyttist í kvenfataverslun og fær nafnið GEYSIR KONUR í takt við verslun Geysis í Kringlunni sem núþegar hafði þá áherslu í vöruúrvali. Það var því glatt á hjalla á Skólavörðustígnum á laugardaginn en slegið var upp í veglegt opnunarpartí í tilefni af breytingunum. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan verslunina rétt fyrir opnun. Tónlistarmaðurinn Hermigervill þeytti skífum og barþjónar frá Snaps framreiddu dýrindis kokkteila ásamt ásamt öðrum gómsætum veitingum. Fyrstu 50 gestirnir voru leystir út með troðfullum gjafapokum. Einnig var happdrætti í gangi þar sem nokkrir þátttakendur unnu til veglegra verðlauna. Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni.myndir/Laimonas Dom Baranauskas Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Á síðustu tveimur vikum hafa umfangsmiklar framkvæmdir átt sér stað í verslun Geysis á Skólavörðustíg 16. Um er að ræða fyrstu verslun fyrirtækisins og var ný verslun opnuð á laugardaginn. Þá var hulunni svipt af breytingunum og opnaði verslunin á Skólavörðustíg 16 aftur, endurhönnuð af innanhúshönnuðinum Hálfdani Pedersen, sem herrafataverslunin GEYSIR KARLMENN. Á sama tíma hafa verið gerðar breytingar á verslun Geysis á Skólavörðustíg 7. Hún umbreyttist í kvenfataverslun og fær nafnið GEYSIR KONUR í takt við verslun Geysis í Kringlunni sem núþegar hafði þá áherslu í vöruúrvali. Það var því glatt á hjalla á Skólavörðustígnum á laugardaginn en slegið var upp í veglegt opnunarpartí í tilefni af breytingunum. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan verslunina rétt fyrir opnun. Tónlistarmaðurinn Hermigervill þeytti skífum og barþjónar frá Snaps framreiddu dýrindis kokkteila ásamt ásamt öðrum gómsætum veitingum. Fyrstu 50 gestirnir voru leystir út með troðfullum gjafapokum. Einnig var happdrætti í gangi þar sem nokkrir þátttakendur unnu til veglegra verðlauna. Hér að neðan má sjá myndir frá opnuninni.myndir/Laimonas Dom Baranauskas
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira