Eyþór telur tvískinnung einkenna gagnrýni Lífar Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2018 17:38 Eyþór snýr vörn í sókn og segir borgina geta trútt um talað þegar aldraðir og öryrkjar eru annars vegar. „Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Það merkilegt að heyra þau sjónarmið sem Líf Magneudóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa uppi í málefnum eldri borgara. Í stað þess að taka undir tillögur okkar um að létta aðeins álögur á elstu samborgara okkar fara þau í lagatúlkanir á því hvað borginni er heimilt,“ segir Eyþór Arnalds leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni. Í stuttum pistli sem hann setti nú fyrir stundu inn á kosningasíðu sína.Verulegur hiti er hlaupinn í kosningaslaginn vegna komandi sveitarstjórnarkosningar en í dag hafa andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sett öngla sína í kosningaloforð flokksins þess efnis að fasteignagjöld á þá sem eldri eru en sjötugir verði felld niður. Líf, sem er forseti borgarstjórnar, Gunnar Smári leiðtogi Sósíalistaflokksins og Vilhjálmur Þorsteinsson fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar eru meðal þeirra sem efast um að það standist lög. En Eyþór vísar til þess að svona hafi þetta verið í Vestmannaeyjum um árabil, án vandkvæða.Þrætubók og lagatækni í stað stuðnings við eldri borgaraVísir fjallaði um málið fyrr í dag og ræddi þá meðal annars við Elliða um hvernig þetta horfir við Eyjamönnum. „Það sem við erum að leggja til hefur verið gert í Vestmannaeyjum við góðan orðstír um árabil,“ segir Eyþór og heldur áfram: „Það er sérkennilegt svo ekki sé meira sagt að oddvitar VG og Sósíalistaflokksins skuli velja þrætubók og lagatækni í stað þess að styðja eldri borgara. Það er síðan mikill tvískinnungur að fulltrúi núverandi meirihluta tali fyrir lagatækni þar sem borgin hefur brotið lög á öryrkjum um árabil. Verið dæmd í héraði og Hæstarétti. Þá var ekki mikið verið að spá í lögin.“Kafkaísk viðbrögð ReykjavíkurborgarVísir ræddi nánar við Eyþór um þessi atriði sem hann setur fram og spurði út í þau. „Reykjavíkurborg borgaði ekki lögbundnar húsaleigubætur til öryrkja í mörg mörg ár. Þrátt fyrir að öryrkjar hafi sótt rétt sinn til dómsstóla og alla leið til Hæstaréttar, er ekki enn búið að ganga frá greiðslum til öryrkja heldur er enn verið að svara með lagatæknilegum rökum. Í stað þess að greiða það sem borgin var dæmd til að gera. Það eina sem hægt er að sjá út úr þessu tvennu er að núverandi meirihluti vill ekki bæta kjör aldraðra. Það er það eina sem hægt er að lesa út úr þessu tvennu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir í þessu samhengi á fjölmörg mál sem dæmi um nákvæmlega þetta og sýnir blaðamanni auk þess dæmi um slíkt, bréf sem málsaðilum hafa borist frá Reykjavíkurborg. Hann telur óyggjandi að viðbrögð borgarinnar við réttmætum kröfum aldraðra, sem og öryrkja, séu nánast Kafkaísk, og til þess fallin að drepa málum á dreif.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59 Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Eyþór í klemmu vegna kosningaloforða Fullyrt að ólöglegt sé að fella niður fasteignagjöld á eldri borgara. 16. apríl 2018 13:59
Skattahugmyndir Eyþórs sagðar hannaðar fyrir hina ríku Eyþór Arnalds segist vilja gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima hjá sér. 16. apríl 2018 11:40