Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2018 06:00 Veiðifélög taka afstöðu gegn sjókvíaeldi á laxi. VÍSIR/ANTON BRINK „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. Sjókvíaeldi á norskum laxi er hafið við strendur Íslands og segir í samþykkt stjórnarinnar að fjölmörg dæmi séu um að slíkt eldi hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga. Bent er á umhverfisáhrif og sjúkdómahættu sem fylgi slíkum iðnaði. „Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vörur í sínum veiðihúsum. Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum,“ segir í samþykktinni sem birt var á Facebook. Hreggnasi leigir meðal annars Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós, „Margir af erlendum viðskiptavinum okkar hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Stór hluti viðskipta okkar kemur frá Bretlandseyjum og þar er mönnum mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skotlands og hvernig ástandið er þar,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið Hann segir sjókvíaeldi á laxi vera veiðiréttareigendum, sem og öðrum, mikið áhyggjuefni og bendir á harðorða yfirlýsingu Veiðifélags Víðidalsár á dögunum. „Við erum bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnubreyting hjá okkur en í fyrsta skipti sem við förum opinberlega með það að við sniðgöngum þetta og erum ekkert feimnir við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00 Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. Sjókvíaeldi á norskum laxi er hafið við strendur Íslands og segir í samþykkt stjórnarinnar að fjölmörg dæmi séu um að slíkt eldi hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga. Bent er á umhverfisáhrif og sjúkdómahættu sem fylgi slíkum iðnaði. „Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vörur í sínum veiðihúsum. Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum,“ segir í samþykktinni sem birt var á Facebook. Hreggnasi leigir meðal annars Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós, „Margir af erlendum viðskiptavinum okkar hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Stór hluti viðskipta okkar kemur frá Bretlandseyjum og þar er mönnum mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skotlands og hvernig ástandið er þar,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið Hann segir sjókvíaeldi á laxi vera veiðiréttareigendum, sem og öðrum, mikið áhyggjuefni og bendir á harðorða yfirlýsingu Veiðifélags Víðidalsár á dögunum. „Við erum bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnubreyting hjá okkur en í fyrsta skipti sem við förum opinberlega með það að við sniðgöngum þetta og erum ekkert feimnir við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00 Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00
Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37