Veiðiréttareigendur hvetja til sniðgöngu á eldislaxi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2018 06:00 Veiðifélög taka afstöðu gegn sjókvíaeldi á laxi. VÍSIR/ANTON BRINK „Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. Sjókvíaeldi á norskum laxi er hafið við strendur Íslands og segir í samþykkt stjórnarinnar að fjölmörg dæmi séu um að slíkt eldi hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga. Bent er á umhverfisáhrif og sjúkdómahættu sem fylgi slíkum iðnaði. „Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vörur í sínum veiðihúsum. Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum,“ segir í samþykktinni sem birt var á Facebook. Hreggnasi leigir meðal annars Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós, „Margir af erlendum viðskiptavinum okkar hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Stór hluti viðskipta okkar kemur frá Bretlandseyjum og þar er mönnum mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skotlands og hvernig ástandið er þar,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið Hann segir sjókvíaeldi á laxi vera veiðiréttareigendum, sem og öðrum, mikið áhyggjuefni og bendir á harðorða yfirlýsingu Veiðifélags Víðidalsár á dögunum. „Við erum bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnubreyting hjá okkur en í fyrsta skipti sem við förum opinberlega með það að við sniðgöngum þetta og erum ekkert feimnir við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00 Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
„Ég á alveg eins von á að aðrir í þessum geira muni fylgja í kjölfarið,“ segir Haraldur Eiríksson, sölu- og markaðsstjóri hjá Veiðifélaginu Hreggnasa, sem birti í gær afgerandi stjórnarsamþykkt félagsins gegn sjókvíaeldi og afurðum þess. Sjókvíaeldi á norskum laxi er hafið við strendur Íslands og segir í samþykkt stjórnarinnar að fjölmörg dæmi séu um að slíkt eldi hafi neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxa og silunga. Bent er á umhverfisáhrif og sjúkdómahættu sem fylgi slíkum iðnaði. „Vegna þessa er rétt að ítreka að Veiðifélagið Hreggnasi býður viðskiptavinum sínum ekki upp á slíka vörur í sínum veiðihúsum. Jafnframt er því beint til viðskiptavina, bæði innlendra og erlendra, að sniðganga sjókvíaeldisfisk og kynna sér vel uppruna vörunnar í verslunum og á veitingastöðum,“ segir í samþykktinni sem birt var á Facebook. Hreggnasi leigir meðal annars Grímsá, Laxá í Dölum og Laxá í Kjós, „Margir af erlendum viðskiptavinum okkar hafa mjög sterkar skoðanir á þessu. Stór hluti viðskipta okkar kemur frá Bretlandseyjum og þar er mönnum mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skotlands og hvernig ástandið er þar,“ segir Haraldur í samtali við Fréttablaðið Hann segir sjókvíaeldi á laxi vera veiðiréttareigendum, sem og öðrum, mikið áhyggjuefni og bendir á harðorða yfirlýsingu Veiðifélags Víðidalsár á dögunum. „Við erum bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnubreyting hjá okkur en í fyrsta skipti sem við förum opinberlega með það að við sniðgöngum þetta og erum ekkert feimnir við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00 Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Sjókvíaeldi verður að hluta niðurgreitt af ríkissjóði Útgjöld ríkissjóðs til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis munu aukast um meira en hundruð milljónir króna samkvæmt nýju frumvarpi um fiskeldi og munu nema 260 milljónum króna á árinu 2020. Sjóðurinn á að greiða fyrir rannsóknir og mat á burðarþoli fyrir laxeldi og því verður atvinnugreinin að hluta niðurgreidd af ríkinu. 16. apríl 2018 19:00
Veiðifélag Víðidalsár átelur skipulagsstofnun fyrir hringlandahátt Veiðifélagið mótmælir öllum hugmyndum um frekari útgáfu eldisleyfa. 13. apríl 2018 14:37