Erlent

Sagðir hafa grýtt stúlku til dauða

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Íbúar Kasmír mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda.
Íbúar Kasmír mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Vísir/afp
Réttarhöld hófust í gær yfir átta mönnum, ákærðum fyrir að hafa nauðgað og myrt átta ára gamla stúlku í Jammu- og Kasmír-héraði Indlands. Málið hefur vakið reiði á meðal almennings og ríkisstjórnin verið gagnrýnd fyrir getuleysi í baráttu gegn slíkum glæpum.

Stelpan var múslimi úr hirðingjasamfélagi í Kasmír. Áttmenningarnir eru sakaðir um að hafa byrlað henni ólyfjan, dregið hana inn í yfirgefið musteri og misþyrmt henni þar dögum saman áður en þeir kyrktu og grýttu hana til dauða.

Fimmtíu fyrrverandi lögreglustjórar, sendiherrar og erindrekar sendu Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, bréf fyrir helgi þar sem þeir kenna þjóðernishyggju­sinnuðum BJP-flokki Modi, og öfgahópum hindúa, um að kynda undir árásargirni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×