Segja bann við umskurði ógna trúfrelsi á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2018 20:00 Tekist var á um það á ráðstefnu í Reykjavík í dag hvort bann við umskurði drengja væri brot á mannréttindum og trúfrelsi eða ekki og hvort heilbrigðissjónarmið eða trúarsjónarmið ættu ein að ráða hvort slíkar aðgerðir væru framkvæmdar. Fulltrúar á ráðstefnunni komu víða að úr heiminum. Það gerist ekki oft að gyðingar og múslimar sameinist um mál, hvað þá hér uppi á Íslandi. En það gerðist í Norræna húsinu í dag þegar fulltrúar gyðinga og múslima sem og kristinna safnaða víðs vegar að úr heiminum komu saman til að ræða umskurð drengja. Jonathan Arkhus einn fulltrúa gyðinga á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskonunarfélaga á Íslandi sagði það alvarlegt mál fyrir dreng í gyðingatrú að vera ekki umskorinn sem venjulega er gert á áttunda degi. Þetta gæti kallað á félagslega einangrun og sársaukafyllri og áhættumeiri umskurð þegar drengurinn næði aldri til að ákveða sjálfur að fara í þessa aðgerð. „Foreldrar ákveða hvað þjóni best hagsmunum barna þeirra. Gyðingar skera sig ekki úr öðrum hópum hvað það varðar. Við eigum kerfi gilda og menningu sem er fjögur þúsund ára gömul og við ætlum ekki að gefa þau svo auðveldlega eftir,“ segir Arkhus. Í múhameðstrú eru drengir eldri þegar umskurður fer fram en oftast innan eins árs. Imam Ahmad Seddeeq fulltrúi Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi segir umskurðinn hluta af heildartrúarsetningu múslima. „Við trúum að við eigum að svara þessu kalli frá Guði og láta sérfræðinga umskera börnin okkar (drengi) undir eftirliti heilbrigðiskerfisins,“ segir Seddeeq. Saman eru fulltrúar þessara trúarbragða sammála um að ef umsurður af trúarástæðum yrði bannaður á Íslandi þrengdi það að trúfrelsi í landinu.Geri ekki aðgerðir án læknisfræðilegrar ástæðu Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður og læknir og einn flutningsmanna frumvarps níu þingmanna úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Pírötum og Flokki fólksins leggst gegn umskurði sem ekki er af heilsufarsástæðum. Hann er sannfærður um að Alþingi muni með einhverjum hætti afgreiða frumvarpið. Það sé kannski það fallegasta við lýðræðishefðir á íslandi að allar athugasemdir séu skoðaðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum aldrei að gera aðgerðir, hvorki á börnum né öðrum, án þess að það séu læknisfræðilegar ástæður til þess. Ég hef hins vegar líka mjög mikinn skilning á ástæðum þeirra sem hafa tiltekna trú og vilja að þeirra siðir og hefðir fái að ríkja,“ segir Ólafur Þór. Hann telji samtal eins og á ráðstefnunni í dag geti orðið til þess að menn nái saman um einhverja niðurstöðu í málinu. Komi hún fram muni hann fagna því.Viðtölin við Jonathan Arkush, Imam Ahmad Seddeeq og Ólaf Þór Gunnarsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Tekist var á um það á ráðstefnu í Reykjavík í dag hvort bann við umskurði drengja væri brot á mannréttindum og trúfrelsi eða ekki og hvort heilbrigðissjónarmið eða trúarsjónarmið ættu ein að ráða hvort slíkar aðgerðir væru framkvæmdar. Fulltrúar á ráðstefnunni komu víða að úr heiminum. Það gerist ekki oft að gyðingar og múslimar sameinist um mál, hvað þá hér uppi á Íslandi. En það gerðist í Norræna húsinu í dag þegar fulltrúar gyðinga og múslima sem og kristinna safnaða víðs vegar að úr heiminum komu saman til að ræða umskurð drengja. Jonathan Arkhus einn fulltrúa gyðinga á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskonunarfélaga á Íslandi sagði það alvarlegt mál fyrir dreng í gyðingatrú að vera ekki umskorinn sem venjulega er gert á áttunda degi. Þetta gæti kallað á félagslega einangrun og sársaukafyllri og áhættumeiri umskurð þegar drengurinn næði aldri til að ákveða sjálfur að fara í þessa aðgerð. „Foreldrar ákveða hvað þjóni best hagsmunum barna þeirra. Gyðingar skera sig ekki úr öðrum hópum hvað það varðar. Við eigum kerfi gilda og menningu sem er fjögur þúsund ára gömul og við ætlum ekki að gefa þau svo auðveldlega eftir,“ segir Arkhus. Í múhameðstrú eru drengir eldri þegar umskurður fer fram en oftast innan eins árs. Imam Ahmad Seddeeq fulltrúi Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi segir umskurðinn hluta af heildartrúarsetningu múslima. „Við trúum að við eigum að svara þessu kalli frá Guði og láta sérfræðinga umskera börnin okkar (drengi) undir eftirliti heilbrigðiskerfisins,“ segir Seddeeq. Saman eru fulltrúar þessara trúarbragða sammála um að ef umsurður af trúarástæðum yrði bannaður á Íslandi þrengdi það að trúfrelsi í landinu.Geri ekki aðgerðir án læknisfræðilegrar ástæðu Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður og læknir og einn flutningsmanna frumvarps níu þingmanna úr Framsóknarflokki, Vinstri grænum, Pírötum og Flokki fólksins leggst gegn umskurði sem ekki er af heilsufarsástæðum. Hann er sannfærður um að Alþingi muni með einhverjum hætti afgreiða frumvarpið. Það sé kannski það fallegasta við lýðræðishefðir á íslandi að allar athugasemdir séu skoðaðar. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum aldrei að gera aðgerðir, hvorki á börnum né öðrum, án þess að það séu læknisfræðilegar ástæður til þess. Ég hef hins vegar líka mjög mikinn skilning á ástæðum þeirra sem hafa tiltekna trú og vilja að þeirra siðir og hefðir fái að ríkja,“ segir Ólafur Þór. Hann telji samtal eins og á ráðstefnunni í dag geti orðið til þess að menn nái saman um einhverja niðurstöðu í málinu. Komi hún fram muni hann fagna því.Viðtölin við Jonathan Arkush, Imam Ahmad Seddeeq og Ólaf Þór Gunnarsson má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14 Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar áhugasamir um ráðstefnu um umskurð drengja Umræðan á Íslandi hefur verið svolítið einsleit að mati talsmanns Samráðsvettvangs trúfélaga. 16. apríl 2018 21:08
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. 17. apríl 2018 13:14
Umskurðarfrumvarpið verður ekki svæft í nefnd Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag. 17. apríl 2018 13:24