Fórnarlömb Magnús Guðmundsson skrifar 18. apríl 2018 10:00 Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru aðeins rétt rúm tvö ár síðan uppljóstrað var um stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í Panamaskjölunum og reyndar einnig fleiri ráðamanna. Þessar mikilvægu uppljóstranir leiddu eðlilega til þess að ríkisstjórnin hraktist frá völdum en hvort miklar umbætur hafa átt sér stað innan íslenskra stjórnmála og samfélags frá þeim tíma skal ósagt látið. Eitt af því sem var hvað átakanlegast við að fylgjast með því, þegar ljóstrað var upp um stöðu Sigmundar Davíðs í Panamaskjölunum, var algjör afneitun hans á því að hafa gert nokkuð rangt. Hann tók sér stöðu sem fórnarlamb fjölmiðla sem hefðu horn í síðu hans og gerði því jafnvel skóna að eitthvað persónulegt eða annarlegt lægi að baki uppljóstrunum. Hann var fórnarlamb sannleikans. Fórnarlamb sannleikans vildi halda áfram í stjórnmálum en þjóðin var öll meira og minna fjúkandi vond út í forsætisráðherrann sinn fráfarandi. Þá var auðvitað ekkert annað til ráða en að búa til einhvern annan sannleika. Einhverja hlið málsins sem sýndi að þetta væri allt í lagi og það væri fullt af fólki sem stæði einhuga á bak við stjórnmálamanninn hugprúða. Það vildi bara ekki koma fram undir nafni af ótta við alla þessa skelfilegu fjölmiðlamenn sem væru alltaf að fara fram á að ráðamenn segðu satt. Slíkt getur auðvitað verið þreytandi og jafnvel til vandræða þegar fram líða stundir og völdin renna úr greipum. Hið rétta var reyndar að Sigmundur Davíð setti sig í samband við almannatengilinn Viðar Garðarsson sem tók að sér að setja upp vefsíður ímyndaðra stuðningsmanna og þannig var leitast við að blekkja almenning. Þetta er svona næsti bær við falskar fréttir og eins og þær auðvitað ekkert annað en vísvitandi blekking og þar með aðför að lýðræðinu. Það er dapurlegt að Sigmundur Davíð og almannatengillinn Viðar skuli ekki hafa séð, eða þá viljað sjá, hversu siðferðislega rangt er að blekkja almenning með þessum hætti. Nú situr Viðar eftir með sárt ennið og ógreiddan reikning, fórnarlamb heimatilbúins sannleika án kaupanda. Vonandi er siðferðisþröskuldur almannatengla alla jafna hærri en sá sem þarna var rúllað yfir. Viðar situr reyndar enn á lista yfir fjölmiðlamenn sem eiga að vera forsætisráðherranum fyrrverandi erfiðir. Á listanum eru væntanlega einstaklingar sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vinna sína vinnu en af því að hún er fólgin í því að draga fram sannleika sem getur reynst óþægilegur þá teljast viðkomandi erfiðir. Því miður er það ekkert einsdæmi að stjórnmálamenn og fleiri valdamenn láti í sífellu að því liggja að fjölmiðlar hafi horn í síðu þeirra eða þar séu fréttamenn sem hafi eitthvað misjafnt í huga. Þetta er auðvitað óþolandi með öllu því erindi fréttamanna er að leiða fram sannleikann og ef valdhafi hefur eitthvað við það að athuga þá hefur hann eitthvað að fela. Einhvern sannleika sem á erindi við almenning og það er fyrir þann sama almenning sem fréttamenn starfa.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun