Viðskipti innlent

Hagnaður Brimborgar dróst saman

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Egill Jóhannsson, 
forstjóri Brimborgar.
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Hagnaður bifreiðaumboðsins Brimborgar nam 260 milljónum króna á síðasta ári og dróst umtalsvert saman frá fyrra ári þegar hann var 718 milljónir króna. Tekjur félagsins námu 20,7 milljörðum króna á árinu sem er aukning upp á 14,4 prósent á milli ára.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 1.502 milljónum króna á síðasta ári borið saman við 1.796 milljónir árið 2016.

Eignir Brimborgar námu 11,5 milljörðum króna í lok síðasta árs og hækkuðu um 2,4 milljarða á milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum króna í árslok og var eiginfjárhlutfall félagsins 19,8 prósent.

Stjórn Brimborgar leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð 52 milljónir til hluthafa á þessu ári. Stærstu hluthafar félagsins eru Jóhann J. Jóhannsson með 33,1 prósent og Egill Jóhannsson forstjóri með 26,8 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×