Gullið heim Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítalanum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarnum. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveiflast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækkanir 2011. Lágpunkturinn var í höndum Didier Deschamps í Frakklandi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósentum, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóðlega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skilaboðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Er ekki tímabært að við veltum fyrir okkur heimsmeistaratitli í sumar? Verðlaunagripurinn, sem Aron tekur við, var hannaður af Ítalanum Silvio Gazzaniga og fyrst afhentur Franz Beckenbauer, fyrirliða Vestur-Þjóðverja, á HM 1974 í Mexíkó. Fyrirrennari hans var Jules Rimet bikarinn, en þegar Brasilíumenn urðu meistarar 1970 var þeim afhentur hann til eignar. Ekki fór betur en svo að árið 1983 var honum rænt og almennt er talið að hann hafi verið bræddur niður og gullið selt. Það er nóg af gulli í nýja bikarnum. Um 5 af 6,5 kílógrömmunum eru 18 karata gull (um 75 prósent hreint). Eins og aðrir málmar sveiflast verðmæti gulls talsvert í verði og því getum við leikið okkur að því að áætla verðmæti gullsins á verðlagi dagsins í dag í þau 11 skipti sem hann hefur verið reistur til himins að loknum úrslitaleik HM. Í dag má reikna með að 16,2 milljónir króna fengjust fyrir gullið, svipað og á árunum 2010 og 2014, þrátt fyrir afar miklar verðsveiflur á milli móta, til dæmis miklar verðhækkanir 2011. Lágpunkturinn var í höndum Didier Deschamps í Frakklandi 1998 og Cafú í Suður-Kóreu og Japan 2002 þegar verðmætið var undir 5 milljónum króna. Árið 1974 var verðmæti gullsins 8,9 milljónir króna á verðlagi 2018. Hækkunin nemur því 83 prósentum, eða 1,4 prósenta raunávöxtun á ári. Þokkalegt, en kannski hægt að gera betur. Ef strákarnir okkar eru að velta fyrir sér að bræða gullið og selja yrði það þó ekki nema dropi í hafið sé litið til gullforða landsins, eða um 0,2 prósent aukning. Alþjóðlega skömmin sem óhjákvæmilega fylgdi væri varla þess virði. Skilaboðin okkar til strákanna ættu því að vera: Ekki gera það.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar