Sársvangur götulistamaður segir matarskammta borgarinnar nauma Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2018 11:00 Enginn skyldi efast um að Jójó hafi ekki hjartað á réttum stað. Hann er ekki að tala um nauma skammta fyrir sig, heldur þykir honum aldraðir og öryrkjar grátt leiknir með svo naumum matarskömmtum. visir/vilhelm Jójó, sem Reykvíkingar þekkja vel sem trúbador götunnar, hefur vegna veikinda nýtt sér eldhúsið Vitatorg, matarþjónustu Reykjavíkurborgar, sem ætluð er eldri borgurum og öryrkjum; þeim sem rétt eiga á félagsþjónustu. Jójó er ekki sáttur. Honum þykir skammtarnir afar naumt skammtaðir.Rétt botnfylli í bakkann „Þetta er rétt botnfylli í bakkann. Síðasta sunnudag voru þeir til dæmis með eitthvað ítalskt salat með extra grænum baunum og kartöflum. Sumir fá nú kótilettu eða steik á sunnudögum,“ segir Jójó og ekki annað á honum að heyra en hann svelti heilu og hálfu hungri. „Neinei, eða ég er orðinn fær um að fara út í Hagkaup aftur og kaupa mér 1944. En, það koma tímar sem eru erfiðir.Fólk er að borga fyrir ölmusu og það er ljótt. Öll eigum við eftir að verða gömul og farlama. Sá hlær best sem síðast hlær, og það veit enginn hver verður veikur á leiðinni. Það er ljótt að koma svona fram við smælingjana,“ segir Jójó og telur aldraða og öryrkja grátt leikna með svo litlum matarskömmtum.Segir gert út á smælingjana Trúbadorinn segir að fyrir heimsendan mat þá þurfi að borga rétt rúmar 900 krónur en fari menn á staðinn, þá sé þetta rúmar 700 krónur.Jójó hefur verið duglegur við að spila í Austurstræti og segir klinkast inn, eins og hann orðar það. Hann á nú í harðri samkeppni við sígauna að sögn, sem eru mættir eldsnemma fyrir utan helstu verslanir og standa átta tíma vaktir. Jójó reynir að standa vörð um sinn stað í Austurstrætinu.visir/símonEinhver myndi nú segja að það sé vel sloppið fyrir máltíð? „Hefurðu séð skammtinn,“ spyr Jójó forviða yfir því sem honum þykir ósmekkleg ósvífni í blaðamanninum. „Þetta er minna en ein pylsa. Nánasarlega útilátið og til skammar.“ Jójó telur einsýnt að um gróðastarfsemi sé að ræða segir að í samanburði séu miklu betri kaup í til dæmis 1944 réttunum, sem eru betur úti látnir að ekki sé talað um eldhúsið sem IKEA rekur. Þar borga menn 999 krónur yfir helmingi meiri mat og þar megi fá ábót.Sumir eru matarfrekari en aðrir Vísir ræddi við Eyjólfur Elíasson yfirkokk, en hann hefur yfirumsjón með Vitatorgi og rekstri þess. Honum þykir afar leitt að heyra af því að Jójó sé ekki að fá fylli sína. Hann segir erfitt við þetta að eiga því sumir eru matarfrekari en aðrir. „Þetta er ekki ósvipað því og að fara og kaupa sér mat á veitingastað, þar sem ekki er ábót.Þeir sem eru stórir og miklir þurfa kannski meira. Við erum ekki með þjónustu sem getur haldið utan um það. Sumum finnst þetta feikinóg, og láta skammtinn jafnvel duga jafnvel í meira en eina máltíð,“ segir Eyjólfur sem ekki kannast við að margir hafi kvartað undan því að naumt sé skammtað.Einn þriðji af matarþörf yfir daginn Að sögn Eyjólfs er þetta eldhús borgarinnar að senda út að meðaltali 300 matarbakka á degi hverjum. Getur verið meira og getur verið minna. Og þjónustuþegarnir eru mun fleiri; þeir sem eru að fá mat. Ekki eru allir að fá mat alla daga. Erum að fara inna´yfir fimm hundruð heimili yfir mánuðinn. Sumir einu sinni, aðrir bara um helgar og allur gangur á þessu. „Þetta er hugsað sem einn þriðji af matarþörf yfir daginn. Máltíðin er svona um sjö hundruð grömm, af soðnum mat, 100 grömm af kartöflum, 80 grömm af grænmeti, 100 grömm af sósu og smjör ef er fiskur 160 grömm, 30 grömm af smjöri ef er fiskur, súpa 200 grömm.“ Eyjólfur segir þetta ráðlagður skammtur og hugsaður sem ein máltíð í deginum. Að sögn Eyjólfs er þetta velferðarþjónusta. Um er að ræða niðurgreiddan mat. Hlutfallslega er þetta um 25 prósent sem er niðurgreitt af hálfu borgarinnar, eða rétt um 100 milljónir á ársgrundvelli. Félagsmál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Jójó, sem Reykvíkingar þekkja vel sem trúbador götunnar, hefur vegna veikinda nýtt sér eldhúsið Vitatorg, matarþjónustu Reykjavíkurborgar, sem ætluð er eldri borgurum og öryrkjum; þeim sem rétt eiga á félagsþjónustu. Jójó er ekki sáttur. Honum þykir skammtarnir afar naumt skammtaðir.Rétt botnfylli í bakkann „Þetta er rétt botnfylli í bakkann. Síðasta sunnudag voru þeir til dæmis með eitthvað ítalskt salat með extra grænum baunum og kartöflum. Sumir fá nú kótilettu eða steik á sunnudögum,“ segir Jójó og ekki annað á honum að heyra en hann svelti heilu og hálfu hungri. „Neinei, eða ég er orðinn fær um að fara út í Hagkaup aftur og kaupa mér 1944. En, það koma tímar sem eru erfiðir.Fólk er að borga fyrir ölmusu og það er ljótt. Öll eigum við eftir að verða gömul og farlama. Sá hlær best sem síðast hlær, og það veit enginn hver verður veikur á leiðinni. Það er ljótt að koma svona fram við smælingjana,“ segir Jójó og telur aldraða og öryrkja grátt leikna með svo litlum matarskömmtum.Segir gert út á smælingjana Trúbadorinn segir að fyrir heimsendan mat þá þurfi að borga rétt rúmar 900 krónur en fari menn á staðinn, þá sé þetta rúmar 700 krónur.Jójó hefur verið duglegur við að spila í Austurstræti og segir klinkast inn, eins og hann orðar það. Hann á nú í harðri samkeppni við sígauna að sögn, sem eru mættir eldsnemma fyrir utan helstu verslanir og standa átta tíma vaktir. Jójó reynir að standa vörð um sinn stað í Austurstrætinu.visir/símonEinhver myndi nú segja að það sé vel sloppið fyrir máltíð? „Hefurðu séð skammtinn,“ spyr Jójó forviða yfir því sem honum þykir ósmekkleg ósvífni í blaðamanninum. „Þetta er minna en ein pylsa. Nánasarlega útilátið og til skammar.“ Jójó telur einsýnt að um gróðastarfsemi sé að ræða segir að í samanburði séu miklu betri kaup í til dæmis 1944 réttunum, sem eru betur úti látnir að ekki sé talað um eldhúsið sem IKEA rekur. Þar borga menn 999 krónur yfir helmingi meiri mat og þar megi fá ábót.Sumir eru matarfrekari en aðrir Vísir ræddi við Eyjólfur Elíasson yfirkokk, en hann hefur yfirumsjón með Vitatorgi og rekstri þess. Honum þykir afar leitt að heyra af því að Jójó sé ekki að fá fylli sína. Hann segir erfitt við þetta að eiga því sumir eru matarfrekari en aðrir. „Þetta er ekki ósvipað því og að fara og kaupa sér mat á veitingastað, þar sem ekki er ábót.Þeir sem eru stórir og miklir þurfa kannski meira. Við erum ekki með þjónustu sem getur haldið utan um það. Sumum finnst þetta feikinóg, og láta skammtinn jafnvel duga jafnvel í meira en eina máltíð,“ segir Eyjólfur sem ekki kannast við að margir hafi kvartað undan því að naumt sé skammtað.Einn þriðji af matarþörf yfir daginn Að sögn Eyjólfs er þetta eldhús borgarinnar að senda út að meðaltali 300 matarbakka á degi hverjum. Getur verið meira og getur verið minna. Og þjónustuþegarnir eru mun fleiri; þeir sem eru að fá mat. Ekki eru allir að fá mat alla daga. Erum að fara inna´yfir fimm hundruð heimili yfir mánuðinn. Sumir einu sinni, aðrir bara um helgar og allur gangur á þessu. „Þetta er hugsað sem einn þriðji af matarþörf yfir daginn. Máltíðin er svona um sjö hundruð grömm, af soðnum mat, 100 grömm af kartöflum, 80 grömm af grænmeti, 100 grömm af sósu og smjör ef er fiskur 160 grömm, 30 grömm af smjöri ef er fiskur, súpa 200 grömm.“ Eyjólfur segir þetta ráðlagður skammtur og hugsaður sem ein máltíð í deginum. Að sögn Eyjólfs er þetta velferðarþjónusta. Um er að ræða niðurgreiddan mat. Hlutfallslega er þetta um 25 prósent sem er niðurgreitt af hálfu borgarinnar, eða rétt um 100 milljónir á ársgrundvelli.
Félagsmál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira