Svifið yfir Íslandi án þess að færa sig úr stað Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2018 19:44 Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Innan skamms geta Íslendingar og ferðamenn notið þess að fljúga lágflug yfir íslensk víðerni og náttúru án þess að færa sig úr stað. Farþegar munu finna fyrir hreyfingum þyrlu sem flýgur yfir landið og sérstakar tæknibrellur sjá um vind, lykt, þoku og raka til að auka enn frekar á upplifunina. Fyrstu skóflustungurnar voru teknar á Fiskislóð á Grandanum í dag að all óvenjulegu sýndarleikhúsi sem þrír frumkvöðlar hafa unnið að þróun á síðustu þrjú árin. Og eftir eitt ár verður risið nýtt hús sem býður upp á all sérstaka skemmtun eða háloftaheimsókn, eins og FlyOver hugtakið hefur verið þýtt á íslensku. Hugmyndin er sótt til FlyOver Kanada þar sem fólk getur notið stórbrotinnar náttúru landsins í sýndarflugi. Frumkvöðlarnir þrír hafa þróað hugmyndina í samstarfi við fasteignafélagið E6 og bandaríska fyrirtækið Pursuit, sem Sigurgeir Guðlaugsson stjórnarformaður Esju fyrirtækis frumkvöðlanna, segir leiðandi á heimsvísu í gagnvirkri upplifunarhönnun. „Það er flogið inn í skjá sem hvelfist utan um þig eins og hálf appelsína sem búið er að skafa innan úr. Skjárinn er á bilinu 17 til 20 metrar á bæði hæð og breidd. Þetta mun í raun veita gestum þá tilfinningu að þeir séu að svífa yfir landið,“ segir Sigurgeir. Farþegar sitja í svipuðum sætum og í rússibana og munu fá einstaka sýn á landið og um leið fræðastað um sögu þess og menningu. Robin Mitchell sem er upprunalega frá Kanada er ein frumkvöðlanna þriggja. Hún segir kvikmyndatökur úr lofti hefjast innan skamms. „Já við höfum farið nokkrar prufuferðir. En við ætlum að byrja að taka upp í júní. Við erum búin að velja staði sem eru náttúruperlur sem fólk hefur oft ekki tíma eða tækifæri til að sjá. Sérstaklega úr lofti.“Og sumir þora ekki að fljúga?„Já nákvæmlega. Það verður æðislegt að hafa þyrluferð inni í miðri Reykjavík,“ segir Robin. Herlegheitin munu kosta einhverja milljarða segja þau Robin og Sigurgeir án þess að nefna nákvæma tölu. Íslandsstofa hefur veitt verkefninu aðstoð og sagði fulltrúi hennar við athöfnina í dag að þetta væri frábær erlend fjárfesting þar sem hugvit, náttúra, saga og ferðaþjónusta héldust í hendur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira