Heilsteypt – ekki steinsteypt Sigurveig H. Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og í stjórnmálaumræðunni. Rök eru iðulega færð fyrir frekari byggingu hjúkrunarrýma með tilvísun í fjölgun eldra fólks og fjölda þeirra sem dvelja á Landspítala-Háskólahúsi og geta af einhverjum ástæðum ekki útskrifast til síns heima. Íslendingum á lífeyrisaldri er að fjölga og mun fjölga enn frekar á næstu áratugum. Þar með er ekki gefið að fjölgun eldra fólks leiði af sér þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir tólf ár eða upp úr árinu 2030. Ástæðan er einfaldlega sú að eldri aldurshópurinn, 80 ára og eldri, fer ekki stækkandi fyrr en upp úr 2025 og það er sá hópur sem ætla má að þurfi helst á þjónustu í hjúkrunarrýmum að halda. Í rúma þrjá áratugi hefur verið lögfest sú stefna að efla og samþætta eigi félagslega og heilbrigðislega þjónustu við aldraða. Sú meginlína er í lögum um málefni aldraðra síðan 1982. En hvað hefur í raun og veru gerst? Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var hlutfall heimila aldraðra sem fengu heimaþjónustu sveitarfélaga um 19,2% árið 2000, hækkaði í 21,4 árið 2003 en hefur farið lækkandi síðan og er nú á sama stað og fyrr, 19,4% árið 2016. Hlutfall þeirra sem dvelja á stofnun fyrir aldraða hefur á sama tíma farið lækkandi og sérstaklega í aldurshópum eldra fólks milli 70-85 ára. Þessar tölur og norrænar samanburðartölur sem og rannsóknir í málaflokknum benda í þá átt að heimaþjónustan hafi ekki aukist eins og ætla mátti heldur aðeins tæplega haldið í við fjölgun íbúa í aldurshópnum. Fjölgun eldra fólks hefur síðan ekki leitt til hlutfallslegrar fjölgunar inni á stofnunum, heldur frekar dregið úr. Upplýsingar um fjölda notenda, heimsóknartíðni og tíma eru ekki aðgengilegar en vísbendingar eru um að þjónustan geri ekki nema að halda í við fjölgun í aldurshópnum.Halldór S. Guðmundsson dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsLíklegt er því að félagslegar, menningarlegar og heilsufarslegar aðstæður eldra fólks hafi breyst töluvert á síðustu áratugum og að fleiri aldraðir einstaklingar séu betur á sig komnir, hafi það betra og búi við betri heilbrigðisþjónustu en fólk á sama aldri fyrir nokkrum áratugum. Þá liggur fyrir að aðstoð fjölskyldunnar við eldri fjölskyldumeðlimi er umfangsmikil. Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035, sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis 17. mars 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima. Þessi tillaga er í takti við fyrri stefnumið og áherslur og reynslu annars staðar á Norðurlöndum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Samkvæmt þessu stefnumiði og fyrrgreindum breytingum á félags- og heilsufarslegri stöðu eldra fólks er ljóst að ekki er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými á landinu og árið 2035 þurfa þau, sé miðað við mannfjöldaspá, að vera um 3.400. Fram til 2030 nægir núverandi fjöldi rýma, en svo þarf að fjölga þeim um 130 á ári á tímabilinu frá 2030-2035 til að standa við stefnumið sem taka mið af að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri muni búi heima með aðstoð og að 15% muni mögulega þurfa dvöl á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru langir biðlistar eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Væri ekki skynsamlegra að skoða hvers vegna svo sé og huga að heildarstefnu í málaflokkunum frekar en að hefja frekari byggingar? Getur verið að fólk treysti sér ekki til að vera heima vegna hræðslu við að fá ekki viðeigandi þjónustu þegar hennar gerist þörf? Hvert á að leita og hver gerir hvað? Hvaða aðstandendur endast við að styðja sína öldruðu til að búa heima ef upplýsingar og traust til samþættrar og heilsteyptrar þjónustu vantar. Það sem liggur á að gera, ekki seinna en strax, er að stórefla heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvalir fyrir eldra fólk. Það þarf að gera markvisst fram til ársins 2030 og um leið leggja áherslu á notendamiðaða aðstoð sem byggir á samhæfingu þjónustukerfa og trausti í stað steinsteypu.Höfundar eru dósentar við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fjölgun hjúkrunarrýma fyrir aldraða er reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og í stjórnmálaumræðunni. Rök eru iðulega færð fyrir frekari byggingu hjúkrunarrýma með tilvísun í fjölgun eldra fólks og fjölda þeirra sem dvelja á Landspítala-Háskólahúsi og geta af einhverjum ástæðum ekki útskrifast til síns heima. Íslendingum á lífeyrisaldri er að fjölga og mun fjölga enn frekar á næstu áratugum. Þar með er ekki gefið að fjölgun eldra fólks leiði af sér þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir tólf ár eða upp úr árinu 2030. Ástæðan er einfaldlega sú að eldri aldurshópurinn, 80 ára og eldri, fer ekki stækkandi fyrr en upp úr 2025 og það er sá hópur sem ætla má að þurfi helst á þjónustu í hjúkrunarrýmum að halda. Í rúma þrjá áratugi hefur verið lögfest sú stefna að efla og samþætta eigi félagslega og heilbrigðislega þjónustu við aldraða. Sú meginlína er í lögum um málefni aldraðra síðan 1982. En hvað hefur í raun og veru gerst? Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var hlutfall heimila aldraðra sem fengu heimaþjónustu sveitarfélaga um 19,2% árið 2000, hækkaði í 21,4 árið 2003 en hefur farið lækkandi síðan og er nú á sama stað og fyrr, 19,4% árið 2016. Hlutfall þeirra sem dvelja á stofnun fyrir aldraða hefur á sama tíma farið lækkandi og sérstaklega í aldurshópum eldra fólks milli 70-85 ára. Þessar tölur og norrænar samanburðartölur sem og rannsóknir í málaflokknum benda í þá átt að heimaþjónustan hafi ekki aukist eins og ætla mátti heldur aðeins tæplega haldið í við fjölgun íbúa í aldurshópnum. Fjölgun eldra fólks hefur síðan ekki leitt til hlutfallslegrar fjölgunar inni á stofnunum, heldur frekar dregið úr. Upplýsingar um fjölda notenda, heimsóknartíðni og tíma eru ekki aðgengilegar en vísbendingar eru um að þjónustan geri ekki nema að halda í við fjölgun í aldurshópnum.Halldór S. Guðmundsson dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla ÍslandsLíklegt er því að félagslegar, menningarlegar og heilsufarslegar aðstæður eldra fólks hafi breyst töluvert á síðustu áratugum og að fleiri aldraðir einstaklingar séu betur á sig komnir, hafi það betra og búi við betri heilbrigðisþjónustu en fólk á sama aldri fyrir nokkrum áratugum. Þá liggur fyrir að aðstoð fjölskyldunnar við eldri fjölskyldumeðlimi er umfangsmikil. Í tillögum að stefnumótun í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða til ársins 2035, sem birt var á heimasíðu velferðarráðuneytis 17. mars 2017, er lögð til grundvallar sú framtíðarsýn að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri geti búið heima. Þessi tillaga er í takti við fyrri stefnumið og áherslur og reynslu annars staðar á Norðurlöndum um að eldra fólk búi að jafnaði við það góða heilsu að það geti búið heima með viðeigandi stuðningi. Samkvæmt þessu stefnumiði og fyrrgreindum breytingum á félags- og heilsufarslegri stöðu eldra fólks er ljóst að ekki er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Í dag eru um 2.700 hjúkrunarrými á landinu og árið 2035 þurfa þau, sé miðað við mannfjöldaspá, að vera um 3.400. Fram til 2030 nægir núverandi fjöldi rýma, en svo þarf að fjölga þeim um 130 á ári á tímabilinu frá 2030-2035 til að standa við stefnumið sem taka mið af að 85% þeirra sem eru 80 ára og eldri muni búi heima með aðstoð og að 15% muni mögulega þurfa dvöl á hjúkrunarheimili. Þrátt fyrir þessar staðreyndir eru langir biðlistar eftir dvöl á hjúkrunarheimilum. Væri ekki skynsamlegra að skoða hvers vegna svo sé og huga að heildarstefnu í málaflokkunum frekar en að hefja frekari byggingar? Getur verið að fólk treysti sér ekki til að vera heima vegna hræðslu við að fá ekki viðeigandi þjónustu þegar hennar gerist þörf? Hvert á að leita og hver gerir hvað? Hvaða aðstandendur endast við að styðja sína öldruðu til að búa heima ef upplýsingar og traust til samþættrar og heilsteyptrar þjónustu vantar. Það sem liggur á að gera, ekki seinna en strax, er að stórefla heimaþjónustu, heimahjúkrun og dagdvalir fyrir eldra fólk. Það þarf að gera markvisst fram til ársins 2030 og um leið leggja áherslu á notendamiðaða aðstoð sem byggir á samhæfingu þjónustukerfa og trausti í stað steinsteypu.Höfundar eru dósentar við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun