Í Hálsaskógi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. apríl 2018 07:00 „Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
„Ísland út NATO! Herinn burt!“ kyrjuðu vinstri menn á sínum tíma. Herinn hvarf en Ísland er enn í NATO eins og sjálfsagt hlýtur að teljast. Ísland á heima í varnarbandalagi með vestrænum þjóðum. Um það á að ríkja einhugur í ríkisstjórn Íslands. Á dögunum voru landsmenn rækilega minntir á að Vinstri græn eru á móti veru Íslands í NATO. Forsætisráðherra landsins og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sá ástæðu til að ítreka þessa stefnu flokksins en af orðum hennar mátti einnig ráða að þótt Vinstri græn séu svo friðelskandi að þau vilji ekki sjá Ísland í NATO ætli þau ríkisstjórnarsamstarfsins vegna að stilla sig um að æpa á torgum: „Ísland úr NATO!“ Forsætisráðherra og flestir þingmenn flokksins virðast vera það jarðbundnir að þeir gera sér grein fyrir því að slíkt slagorð hljómar ágætlega á flokksfundum en dugar engan veginn í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er gott til þess að vita að þingmenn Vinstri grænna átta sig á því að sú stefna þeirra að standa utan varnarbandalags (sem flokkurinn kallar reyndar hernaðarbandalag) getur ekki virkað í ríkisstjórn því enginn hljómgrunnur er fyrir henni hjá þeim flokkum sem vægi hafa meðal kjósenda. Það er reyndar spurning hvort ekki sé tímabært fyrir þennan afturhaldssama vinstriflokk að sýna raunsæi og sætta sig við veru Íslands í NATO. Byrjunin á því gæti til dæmis verið að kalla NATO varnarbandalag í staðinn fyrir hernaðarbandalag. Vinstri græn telja sig einstaklega friðelskandi flokk og eru harðir andstæðingar hernaðaraðgerða. Friðarstefnan gengur svo langt að þegar efnavopnaárás var gerð á íbúa Sýrlands með þeim afleiðingum að tugir saklausra borgara létust þá fannst þeim ekki við hæfi að bregðast við á annan hátt en með mótmælum um að ljótt sé að beita efnavopnum. Vinstri græn komust í verulegt uppnám vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, en þar var ráðist á efnavopnastöðvar í Sýrlandi. Þar varð ekkert mannfall. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á dögunum: „Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði.“ Hugmyndafræði hinna friðelskandi Vinstri grænna um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir er að sönnu falleg, en hún á svo sannarlega ekki ætíð við og getur beðið illilega skipbrot, eins og gerðist til dæmis þegar Chamberlain gerði samkomulag við herra Hitler. Einræðisherrar heims eru ekkert óskaplega flóknir persónuleikar. Þeir eru ekki friðarpostular sem styðja diplómatískar lausnir heldur fara fram með ófriði og svífast einskis. Von þeirra og trú er sú að umheimurinn aðhafist alls ekkert nema þá helst að kvaka máttleysisleg mótmælaorð. Vinstri græn segjast elska friðinn um fram allt annað en samt er stöðugur ófriður innan raða þeirra og undirliggjandi ólga vegna stjórnarsamstarfsins. Ekki verður betur séð en þar sé ríkjandi áberandi áhugaleysi á pólitískum viðræðum og diplómatískum lausnum sem Vinstri græn eru samt svo áhugasöm um að boða í utanríkisstefnu sinni. Enn eitt dæmi um að einstaklingum getur reynst erfitt að fara eftir því sem þeir predika.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun