Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. apríl 2018 08:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur sagt að skipafloti hans fari til veiða að nýju í sumar. Fréttablaðið/Anton Brink Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05