Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. apríl 2018 08:00 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur sagt að skipafloti hans fari til veiða að nýju í sumar. Fréttablaðið/Anton Brink Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Það eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Morgunblaðið greindi á þriðjudag frá áformum Hvals um að hefja veiðar á ný í sumar þar sem vonir eru um að Japansmarkaður opnist á ný eftir innflutningshindranir og til standi að þróa járnríkt fæðubótarefni úr langreyðarkjöti. Viðbrögðin við tíðindunum hafa verið misjöfn. Rannveig segir að þótt hrefnuveiðar hafi mun meiri áhrif á rekstur hvalaskoðunarfyrirtækja skaði veiðar á langreyði ímynd Íslands. Hvalveiðar séu viðkvæmt málefni á alþjóðavísu.Sjá einnig: Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð „Við fáum sterk viðbrögð frá söluaðilum, maður veit ekki hvort þetta hefur áhrif á söluna en þetta hjálpar allavega ekki. Hvalveiðar eru ekki eitthvað sem við ættum að vera þekkt fyrir,“ segir Rannveig og telur aðspurð að hún hefði viljað sjá Kristján Loftsson nýta hvalveiðiskipin og hvalstöðina í ferðaþjónustu. Segja ferðamönnum sögu hvalveiða á Íslandi, sögu sem vissulega sé mikilsverður hluti af sögu okkar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Vilhelm„En þetta er saga sem ætti að vera lokið.“ Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðdýravelferðarsjóðsins (IFAW), hefur bent á að Pelly-ákvæðinu sem Bandaríkin beittu gegn Íslandi vegna hvalveiða á sínum tíma hafi ekki enn verið aflétt, þrátt fyrir tilraunir íslenskra stjórnvalda. Ákvæðið kveður á um diplómatískar refsiaðgerðir. Í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja frá 2016 kom þó fram að ekki væri að sjá að veiðarnar hefðu haft teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir andstöðuna erlendis þekkta. „En þetta hefur verið tekið út og veiðarnar hafa ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna, eins og margir höfðu áhyggjur af. Það sem við höldum á lofti er að þetta eru sjálfbærar veiðar byggðar á vísindalegum rannsóknum, ef þessi mál koma upp. En við munum að sjálfsögðu fylgjast með viðbrögðum og gæta hagsmuna Íslands í hvívetna.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?