Innlent

Kortleggja hættuna fyrir gerendur í ofbeldismálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anna K. Newton.
Anna K. Newton. Vísir/ernir
Anna Kristín Newton, sálfræðingur á Fangelsismálastofnun, er formaður starfshóps sem er falið að kortleggja og skilgreina þjónustuþörf fyrir gerendur í ofbeldismálum og þá sem eru í hættu á að fremja ofbeldisbrot. Það var Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, sem skipaði hópinn og gerir ráðherra ráð fyrir að niðurstöðum verði skilað 1. nóvember.

Í tilkynningu á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hefur undanfarin misseri leitt vinnu við gerð aðgerðaáætlunar gegn ofbeldi í samfélaginu með fulltrúum dómsmálaráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra.

Í því starfi hefur meðal annars verið kallað eftir fjölbreyttari meðferðarúrræðum fyrir gerendur í ofbeldismálum. Í ljósi þessa og umræðunnar sem átt hefur sér stað í samfélaginu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni ákvað ráðherra að skipa starfshópinn.

Hópnum er ætlað að gera tillögur um viðeigandi úrræði og jafnframt um það hvernig megi efla forvarnir og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldisbrot. Starfshópurinn skal hafa samráð við velferðarþjónustu sveitarfélaganna og eftir atvikum aðra sérfræðinga á þessu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×