Þór Saari segir skilið við Pírata eftir að þeir skipuðu annan í hans stað í bankaráði Birgir Olgeirsson skrifar 19. apríl 2018 11:39 Þór Saari, fyrrverandi Pírati. vísir/gva Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn. Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Þór Saari hefur sagt skilið við þingflokk Pírata eftir að flokkurinn ákvað að skipa hann ekki í bankaráð Seðlabankans fyrir hönd flokksins. Píratar skipuðu Þór Saari í bankaráð í fyrra eftir að hann hafði verið á framboðslista flokksins fyrir þingkosningarnar árið 2016. Hann var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Þór greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar fer hann þungum orðum um Pírata en hann segir þingflokkinn hafa vikið frá þeirri óskráðu og mikilvægu reglu að skipa fulltrúa sína í ráð og nefndir á faglegum og þekkingarlegum forsendum. „Og grunngildi Pírata virðast orðin lítið meira en skraut,“ skrifar Þór og líkir þingflokknum við stefnulaust skip. „Þakka samstarfið sem hefur verið ánægjulegt, en þó enn meira áhugavert,“ skrifar Þór. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar athugasemd við færslu Þórs þar sem hann segir frá því að þingflokkur Pírata ákvað að skipa Jacqueline Clare Mallett í bankaráð fyrir hönd Pírata.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, útskýrir mál Pírata undir færslu Þórs Saari.Vísir/ERNIRMallet er doktor í tölvunarfræði sem hefur unnið síðustu ár við greiningar á peningakerfum. Hún hefur starfað fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP Games og sem stundakennari hjá Háskóla Íslands. Þór Saari svarar Birni með því að fullyrða að þekking í tölvunarfræði muni ekki gagnast í bankaráði Seðlabankans né heldur í líkanagerð við greiningar á Basel-reglum. Þá vill Þór meina að tungumálakunnátta Mallet muni setja starf bankaráðsins í uppnám eins og gerðist þegar Framsóknarmenn skipuðu útlending í bankaráðið. Björn Leví segir hins vegar að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið vandamál þegar útlendingur var áður í bankaráði Seðlabankans og séu það síður núna þegar Mallet mun starfa þar. Alþingi kaus í nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands í gær en þar á meðal voru fyrrverandi ráðherra og tveir fyrrverandi þingmenn. Kjörnir aðalmenn voru þau Þórunn Guðmundsdóttir, Bolli Héðinsson, Gylfi Magnússon, Una María Óskarsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Jacqueline Clare Mallett og Frosti Sigurjónsson. Af þeim áttu Þórunn, Sigurður Kári og Frosti sæti í ráðinu áður. Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Ármannsdóttir voru kjörin varamenn.
Stj.mál Tengdar fréttir Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag. 27. apríl 2017 07:00