Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2018 20:00 Baltasar Kormákur í nýja kvikmyndaverinu í Gufunesi sem opnað var formlega í dag. Vísir/Egill Kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi opnaði formlega í dag en um er að ræða eitt af stærstu kvikmyndaverum í Evrópu. Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu. Um er að ræða fyrsta áfangann í uppbyggingu kvikmyndaþorps í Gufunesi en verið er um 3200 fermetrar og lofthæð nemur 18 metrum.„Þetta er nákvæmlega jafnstórt stúdíó og 007 stúdíóið í Pine Wood sem að ég tók Everest inni í og það er stærsta stúdíóið í Bretlandi og ég held að það sé bara nákvæmlega jafnstórt og þetta,“ segir Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, í samtali við fréttastofu. Baltasar Kormákur, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og leikarar í Ófærð 2.Vísir/EgillKostnaður við verkefnið í held sinni hleypur á milljörðum króna en í kvikmyndaþorpinu sem enn er í uppbyggingu munu ýmis fyrirtæki framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni, bæði Hollywood-kvikmyndir og íslenskt efni. „Svo er ég að vona líka að þetta verði fyrir myndlist og tónlist og aðrar skapandi greinar, þetta verði svona þeirra heimili þetta hverfi hérna í Gufunesi,“ segir Baltasar. Konráð Gylfason kvikmyndagerðarmaður og Anna María Harðardóttir.Vísir/EgillFormaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir tilkomu kvikmyndaversins skipta sköpum fyrir kvikmyndagerð á Íslandi. „Þetta er náttúrlega kærkomin viðbót við kvikmyndabransann hjá okkur,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður SÍK.Nægt pláss er í kvikmyndaverinu og var þar búið að koma fyrir bílum fullum af kvikmyndagræjum fyrir upptökur á Ófærð 2.Vísir/EgillOg við opnunina í dag brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í annarri þáttarröðinni af Ófærð sem er fyrsta verkið sem unnið er að í nýja kvikmyndaverinu. Borgarstjóri naut þó aðstoðar öllu reyndari leikstjóra en Baltasar gaf honum góð ráð.Bræðurnir Róbert og Tómas Marshall.Vísir/EgillEva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, ásamt Úlfi syni sínum.Vísir/EgillBirgitta Engilberts kvikmyndagerðarkona.Vísir/EgillLeikmynd úr Ófærð 2. Lögreglustöðin þar sem persónur Ólafs Darra, Ilmar Kristjánsdóttur og fleiri ráða fram úr glæpum.Vísir/Egill Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49 Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Kvikmyndaver RVK Studios í Gufunesi opnaði formlega í dag en um er að ræða eitt af stærstu kvikmyndaverum í Evrópu. Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu. Um er að ræða fyrsta áfangann í uppbyggingu kvikmyndaþorps í Gufunesi en verið er um 3200 fermetrar og lofthæð nemur 18 metrum.„Þetta er nákvæmlega jafnstórt stúdíó og 007 stúdíóið í Pine Wood sem að ég tók Everest inni í og það er stærsta stúdíóið í Bretlandi og ég held að það sé bara nákvæmlega jafnstórt og þetta,“ segir Baltasar Kormákur, eigandi RVK Studios, í samtali við fréttastofu. Baltasar Kormákur, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og leikarar í Ófærð 2.Vísir/EgillKostnaður við verkefnið í held sinni hleypur á milljörðum króna en í kvikmyndaþorpinu sem enn er í uppbyggingu munu ýmis fyrirtæki framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni, bæði Hollywood-kvikmyndir og íslenskt efni. „Svo er ég að vona líka að þetta verði fyrir myndlist og tónlist og aðrar skapandi greinar, þetta verði svona þeirra heimili þetta hverfi hérna í Gufunesi,“ segir Baltasar. Konráð Gylfason kvikmyndagerðarmaður og Anna María Harðardóttir.Vísir/EgillFormaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segir tilkomu kvikmyndaversins skipta sköpum fyrir kvikmyndagerð á Íslandi. „Þetta er náttúrlega kærkomin viðbót við kvikmyndabransann hjá okkur,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður SÍK.Nægt pláss er í kvikmyndaverinu og var þar búið að koma fyrir bílum fullum af kvikmyndagræjum fyrir upptökur á Ófærð 2.Vísir/EgillOg við opnunina í dag brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í annarri þáttarröðinni af Ófærð sem er fyrsta verkið sem unnið er að í nýja kvikmyndaverinu. Borgarstjóri naut þó aðstoðar öllu reyndari leikstjóra en Baltasar gaf honum góð ráð.Bræðurnir Róbert og Tómas Marshall.Vísir/EgillEva Georgsdóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2, ásamt Úlfi syni sínum.Vísir/EgillBirgitta Engilberts kvikmyndagerðarkona.Vísir/EgillLeikmynd úr Ófærð 2. Lögreglustöðin þar sem persónur Ólafs Darra, Ilmar Kristjánsdóttur og fleiri ráða fram úr glæpum.Vísir/Egill
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49 Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Baltasar kallar eftir kvikmyndaþorpi í Reykjavík Baltasar Kormákur leikstjóri vill að byggt verði kvikmyndaþorp í Reykjavík. „Hugmyndin er að þjappa saman kvikmyndagerðarmönnum og þarna verði allt á sama stað, bæði stúdíó, hljóðvinnsluaðstaða og skrifstofuaðstaða fyrir kvikmyndafyrirtækin. Þetta er í raun þróuð hugmynd að kvikmyndaveri.“ 4. janúar 2008 15:49
Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45
Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“