Frábært færi í brekkunum um páskana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:02 Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“ Skíðasvæði Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“
Skíðasvæði Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira