Biskup fjallaði um jafnréttismál í páskapredikun Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 1. apríl 2018 15:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, beindi athygli sinni að konunum og jafnréttismálum, í páskapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Agnes fjallaði um konurnar í guðspjöllunum og þá staðreynd sem þar kemur fram að þær voru fyrstu boðberar kristinnar trúar. „En hryggð þeirra breyttist í fögnuð. Kærleiksverkið þeirra breyttist því þær fengu það hlutverk að vera sendar fyrstar allra til að flytja tíðindin miklu um að lífið hefði sigrað dauðann. Vald mannanna hafði ekki síðasta orðið. Þær voru sendar til að boða líf, sem er ljós mannanna. Það voru sem sagt konur sem fyrstar fluttu boðin um upprisuna. Boðin um að lífið sigraði dauðann. Boðin um að hið veraldlega vald sem felldi dauðadóminn í dómssölum heimsins hafi ekki haft síðasta orðið. Boðin um að kærleikurinn hafi sigrað illskuna,“ sagði Agnes í predikun sinni.Baráttumál kvenna Biskup kom inn á jafnréttismál og frásagnir kvenna í nútímanum sem hafa einkennst af baráttu, eins og til dæmis hin fræga #metoo bylting. „Margar konur lýsa því hvernig gert er lítið úr orðum þeirra og gjörðum. Þagað yfir góðum verkum þeirra og fundið að þeim. Konur heimsins búa margar við óviðunandi lífskjör og eru þvingaðar til verka sem ekki eru sæmandi virðingu þeirra. Konur eru seldar í kynlífsþrælkun og litið niður á þær. Það er ekki í anda hins upprisna Jesús að fara þannig með fólk,“ sagði Agnes í predikun sinni.Samhengi kristinnar kirkju Agnes fjallaði einnig um hið stóra samhengi kristinnar kirkju og sagði meðal annars: „Kristnir menn á Íslandi fagna í dag upprisu Krists eins og milljónir manna um víða veröld. Þó við búum á eyju norður í höfum erum við hluti af löndum heims, hluti af kristinni kirkju heimsins og hluti af þeim lúthersku kirkjum sem tilheyra lútherska heimssambandinu. Við erum því ekki eyland hvað trúna varðar. Á grundvelli kristinnar trúar byggist sú lífsskoðun að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt á að búa við frið og öryggi á lífsleið sinni.“ MeToo Trúmál Tengdar fréttir Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, beindi athygli sinni að konunum og jafnréttismálum, í páskapredikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Agnes fjallaði um konurnar í guðspjöllunum og þá staðreynd sem þar kemur fram að þær voru fyrstu boðberar kristinnar trúar. „En hryggð þeirra breyttist í fögnuð. Kærleiksverkið þeirra breyttist því þær fengu það hlutverk að vera sendar fyrstar allra til að flytja tíðindin miklu um að lífið hefði sigrað dauðann. Vald mannanna hafði ekki síðasta orðið. Þær voru sendar til að boða líf, sem er ljós mannanna. Það voru sem sagt konur sem fyrstar fluttu boðin um upprisuna. Boðin um að lífið sigraði dauðann. Boðin um að hið veraldlega vald sem felldi dauðadóminn í dómssölum heimsins hafi ekki haft síðasta orðið. Boðin um að kærleikurinn hafi sigrað illskuna,“ sagði Agnes í predikun sinni.Baráttumál kvenna Biskup kom inn á jafnréttismál og frásagnir kvenna í nútímanum sem hafa einkennst af baráttu, eins og til dæmis hin fræga #metoo bylting. „Margar konur lýsa því hvernig gert er lítið úr orðum þeirra og gjörðum. Þagað yfir góðum verkum þeirra og fundið að þeim. Konur heimsins búa margar við óviðunandi lífskjör og eru þvingaðar til verka sem ekki eru sæmandi virðingu þeirra. Konur eru seldar í kynlífsþrælkun og litið niður á þær. Það er ekki í anda hins upprisna Jesús að fara þannig með fólk,“ sagði Agnes í predikun sinni.Samhengi kristinnar kirkju Agnes fjallaði einnig um hið stóra samhengi kristinnar kirkju og sagði meðal annars: „Kristnir menn á Íslandi fagna í dag upprisu Krists eins og milljónir manna um víða veröld. Þó við búum á eyju norður í höfum erum við hluti af löndum heims, hluti af kristinni kirkju heimsins og hluti af þeim lúthersku kirkjum sem tilheyra lútherska heimssambandinu. Við erum því ekki eyland hvað trúna varðar. Á grundvelli kristinnar trúar byggist sú lífsskoðun að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt á að búa við frið og öryggi á lífsleið sinni.“
MeToo Trúmál Tengdar fréttir Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Fjórir sóttu um embætti Dómirkjuprests Skipan séra Evu Bjarkar Valdimarsdóttur í embætti dómkirkjuprests var afturkölluð í október í fyrra. 26. mars 2018 15:03