Körfubolti

Tryggði liði sínu titil með tveimur flautukörfum á tveimur sólarhringum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arike Ogunbowale
Arike Ogunbowale vísir/getty
Arike Ogunbowale er nafn sem er á allra vörum í bandarísku íþróttalífi eftir páskahelgina en þessi unga körfuboltakona tryggði Notre Dame sigur í úrslitakeppni háskólaboltans á eins dramatískan hátt og hugsast getur.

Á föstudag tryggði hún liði sínu sigur með lokaskotinu í framlengdum leik gegn UCONN í undanúrslitum og því beið leikur gegn Mississippi State í úrslitum í gær. 

Staðan var 58-58 þegar nokkrar sekúndur voru eftir af klukkunni og að sjálfsögðu lét Notre Dame liðið boltann í hendurnar á Arike sem gerði sér lítið fyrir og skoraði aftur með lokaskotinu og það úr frekar vonlausu færi, utan þriggja stiga línunnar. Lokatölur 61-58 og titillinn í hendur Notre Dame.

Myndband af þessum tveimur ótrúlegu körfum má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×